Leitað að leiðum

30 Apr


Frábært var í gær að hjóla í Fossvogskirkjugarðinn. Sól skein og fuglar sungu, en í moldinni lágu dauðir þúsundum saman og gerðu ekki neitt. Nema Kristnir hafi rétt fyrir sér og allir þessir dauðu séu nú í heljarinnar bisness bakksteits með Guði og Jesúsi og hinni heilögu þrenningu. Ég myndi samt ekki treysta á það.

Lífið er núna, hrópar kirkjugarðurinn á mann. Ég samþykki.

Hinn frábæri vefur Garður gefur manni staðsetningu þeirra dauðu. Ég hafði staðsetningu ömmu minnar og nöfnu, Guðrúnar Láru, og bróður míns, Hjálmars Þorbjörns, sem fæddist 3 árum á eftir mér en lést eftir mánaðarlegu á spítala. Hann var með hjartagalla sem mér skilst að auðvelt væri að lækna í dag, en var það ekki 1968.

Eftir að við Dagbjartur höfðum gert fínt hjá ættingjum okkar leitaði ég að Bjarna Björnssyni leikara og poppstjörnu, sem var aðal gaurinn frá sirka 1910 þegar hann byrjaði að koma fram með söng og eftirhermur. Ég hafði ekki hugmynd um þennan listamann fyrr en Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum leyfði mér að heyra nokkrar 78 snúninga plötur þegar ég heimsótti hann í fyrra.


 Bjarni Björnsson – Internationale: Framsögn
(Þetta lag er að sjálfssögðu birt hér í tilefni að 1. maí á morgun. Upptakan fór fram í Berlín 1931).

Þú lest bara betur um Bjarna í STUÐ-bókinni sem kemur í haust (eða í þessari færslu – fleiri hljóðdæmi!). En þarna liggur hann sem sagt núna, gleymdur og grafinn og enginn nennir að heimsækja hann. Í næsta leiði er konan hans Torfhildur Dalhoffsdóttir og dóttir þeirra, Katrín Dalhoff. Allt merkilegt fólk í sinni tíð og mikilsvirt í músík- og bæjarlífinu.

Frá garðinum tók Öskjuhlíðin við. Glæsilegt útivistarsvæði og nóg af spennandi dóti; kanínur og túristar, og yfir her-gryfju voru einhverjir geðsjúklingar að ganga á línu. Svo var það neðanjarðarbyrgið, en samkvæmt gamalli flökkusögu liggur blóðugur hnífur á borði þar inni. Við þorðum að sjálfssögðu ekki að tékka á því.

3 svör til “Leitað að leiðum”

 1. Gummi maí 3, 2012 kl. 10:53 e.h. #

  Úr Morgunblaðinu 1927:
  „Nýja Bíó. Svarti sjóræninginn heitir myndin, sem þar er sýnd nú. Douglas Fairbanks hefir sjeð um myndtökuna, og leikur sjálfur aðalhlutverkið. Myndin sýnir sjóræningjalíf og er spennandi frá upphafi til enda… Eins má líka geta í sambandi við myndina, að í henni leikur Bjarni Björnsson, skopleikari og hermikráka, sem flestir Reykvikingar kannast við. Hann leikur stýrimann á ræningjaskipi og er með svartan hatt og svart skegg og þekkist helst á því“

  Spurning hvort hann sé þessi hér: http://www.youtube.com/watch?v=ul-B-Jq7JBc&feature=player_detailpage#t=368s

  • drgunni maí 4, 2012 kl. 5:44 f.h. #

   Mér sýnist það. Takk fyrir þetta.

Trackbacks/Pingbacks

 1. Lagið í Hulla | DR. GUNNI - september 6, 2013

  […] Bjarna Böðvarssonar”) sem er rugl. Ég hef bloggað Bjarna Björnsson (sjá hér og hér) af því hann er algjörlega óþekktur nútímafólki. Gott að hann fái smá sýnileika í […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: