Tag Archives: Jól á 78sn

Jólin með Ingibjörgu Þorbergs

20 Des

jólaingibjörg
Þá er komið að Ingibjörgu Þorbergs að hringja jólin inn. Hún söng inn á margar 78 snúninga plötur á tímabilinu 1953-1956: Eigin lög, kóverlög, barnalög og svo þessa jólaplötu sem kom út 1954 og er því orðin sextíu ára. „Hin fyrstu jól“ er lag eftir Ingibjörgu við texta Kristjáns frá Djúpalæk, en á B-hliðinni er Jingle Bells – Klukknahljóð – sem Loftur Guðmundsson gerði texta við.
Hin fyrstu jól
Klukknahljóð

Helena syngur jólin inn

16 Des

Enn er hér boðið upp á jól á 78 snúninga hraða. Fyrir var Haukur Morthens en nú er komið að Helena Eyjólfsdóttur, sem söng tvö jólalög inn á plötu 1954.
unga ísland
„Helena söng fyrst opinberlega á barnaskemmtun í Reykjavík á sumardaginn fyrsta 1953. Svo höfum við líka heyrt hana syngja í útvarpinu, og bráðum heyrum við hana syngja á nemendatónleikum Laugarnesskólans, sem útvarpað verður í barnatímanum,“ stóð í UNGA ÍSLANDI 1954: „Ég fór að syngja áður en ég lærði að tala,“ segir hún. Síðustu árin hefur hún lært söng hjá Guðrúnu Pálsdóttur. Og í vetur fór hún að læra að spila á píanó. Helenu langar mjög til að halda áfram söngnáminu.“

Eftir þónokkuð margar framkomur dreif útgáfan Íslenzkir tónar í plötu þar sem Dr. Páll Ísólfsson lék undir á Dómkirkjuorgelið. Ráðist var í klassísk jólalög, Heims um ból og Í Betlehem er barn oss fætt, en bæði höfðu lögin verið sungin inn á plötur áður, m.a. af Eggerti Stefánssyni, Sigurði Skagfeld, Hreini Pálssyni og Anny Ólafsdóttur, 12 ára, árið áður. Sú plata var gefin út hjá HSH (Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur) en virðist ekki hafa gert Anny að mikilli stjörnu, því ekki spurðist til hennar eftir þetta þótt hún hafi á tímabilinu 1953-54 sungið á skemmtunum með Baldri og Konna og fleirum.

Jólaplata Helenar varð hins vegar bara fyrsta skrefið í miklum ferli söngkonunnar dáðu, sem enn stendur yfir. Platan varð vinsæl og mikið spiluð fyrir fjölmörg jól þar á eftir.
helena
Í Betlehem er barn oss fætt
Heims um ból

Haukur syngur jólaklassík

6 Des

haukurmid

Haukur Morthens söng fyrst inn á (78 snúninga) plötur fyrir 60 árum, árið 1954, þ.á.m. tvö jólalög sem komu út fyrir jólin. Þetta voru tveir erlendir stórslagarar með íslenskum textum.

Haukur Morthens – Hvít jól (Irving Berlin / Fríða Sæmundsdóttir)

Haukur Morthens – Jólaklukkur (.. / Dalasveinn (Loftur Guðmundsson)

Hér er greint frá utanferð Hauks og ævintýrum í Alþýðublaðinu 2.11.1954:
haukur54

Hér er sundlandi góð auglýsing fyrir Fálkann 1954:
haukurstor