Sarpur | Viðtal RSS feed for this section

Japönsk Ást í Lucky í dag

28 Okt

love2
Japanska tónlistarkonan LOVE heldur tónleika í LUCKY á Hlemmi kl. 17 í dag, þriðjudag. Ég ræddi stuttlega við LOVE í tölvupósti.

Tell me about Love – who are you, what do you do, where do you want to be in 5 years?
I am a Japanese singer song writer from Osaka Japan.  I write songs, I play guitar and couple of more instruments doing most of my recordings myself in a private studio. I started a female rock’n roll band THE LIPSMAX just last year and it’s been a great start to perform at FUJI ROCK FESTIVAL this summer. I guess there’s gotta be a lot I can do in 5 years…I just want to keep up with my music, maybe at least one or two world tour would be great.  I always wish to be social to what’s going on out there, like I’ve been concerned about the recovery from the earthquake in Tohoku Japan for the last 4 years, thanks to the support from all over the world. I wish to show gratitude and to pay it forward. 

Why are you in Iceland? Is there a story behind it?
The plan started off as a vacation.  I have another job as a DJ at TOKYO FM and I take my days off every once in 2 years…I know it sounds workaholic to you. But then the song I was recently working on seemed to fit the beautiful concept of Iceland and I thought why not make it a shooting trip!  I got my cool SONY camera to remote shoot myself and it’s been a great experience so far. Japan is where the continent plate digs underwater and ends, and this is where it splits and begins. Seems like we have a lot in common, nature-wise, yet there seems to be a lot we can learn from here regarding the nuclear situation in Fukushima.  Oh and Yoko Ono has been a big inspiration and I’m finally here to see the Imagine Peace Tower as well.

What is your impression of Iceland? What for you is the most surprising thing about Iceland?
It’s like another planet to see the endless view in the wild. Moss over lava ground reminds me of the endurance and and humbleness to live through the hard times. Beautiful water, icy mountains and steamy ground makes me feel pure alive. It is surpring to see all the way down to the horizon and find no artificial things in sight, not one! You won’t find a view like this in Japan. It’s a treasure. And people have been so generous and helpful from the moment I arrived, including you Gunni!

LOVE official website

LOVE official youtube channel

THE LIPSMAX

THE LIPSMAX at FUJI ROCK FESTIVAL 2014

TOKYO FM PROGRAM(sorry it’s all in Japanese)

Hver er Marta María Jónasdóttir?

26 Okt

10411413_10152469661648775_3298992862732031854_n
Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála á mbl.is, er oft í fréttunum og á „milli tannanna“ á fólki. Hún svoleiðis hrannar inn klikkunum á Smartlandinu, sem nokkrum finnst ægileg síða sem eigi helst að loka. En hver er þessi Marta María eiginlega? Er ekki kominn tími til að einhver tali við hana?

Hver ertu, hvaðan kemurðu, hvert ferðu?
Ég er ósköp venjuleg 37 ára gömul móðir úr Árbænum sem stundar kraftlyftingar í frístundum og er að gefa út sína fyrstu matreiðslubók sem kemur út hjá Forlaginu í nóvember. Bókin geymir 116 uppskriftir fyrir upptekið fólk sem vill ekki ala börnin sín upp á skyndbitastöðum heldur kýs að elda frá grunni án þess að það taki óratíma. Hvert er ég að fara? Svona dagsdaglega keyri ég aðallega úr miðbænum, með viðkomu á Kaffifélaginu á Skólavörðustíg, og upp í Hádegismóa þar sem ég starfa. Þess á milli er ég í sundi eða á æfingu. Líf mitt er frekar einfalt og látlaust.

Er alkóhólismi sjúkdómur eða bara aumingjaskapur?
Alkahólismi sem slíkur er sjúkdómur en ég mæli eindregið með því að fólk drekki sem sjaldans þótt fólk glími ekki við áfengisvanda. Lífið verður einfaldlega svo miklu innihaldsríkara og betra þegar tappinn er í flöskunni.

Ég skil ekkert í þessu fótósjopp-máli sem fólk er að kjammsa á núna, svo mig langar frekar að spyrja þig – Skapar fegurðin hamingjuna?
Mikið væri nú gott ef fegurðin skapaði hamingjuna en hún gerir það því miður ekki enda er fegurð afstæð. Það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt. Mín reynsla er nú samt sú að lífið verður alltaf örllítið skárra þegar það er ekki allt í óreiðu í lífi okkar.

Líður þér ekki illa þegar fólk er að tala illa um þig? Eða forherðistu bara?
Ég heyri minnst af þessu sjálf, þar að segja illa umtalinu, en ég finn mjög vel fyrir velgengni Smartlands Mörtu Maríu. Daglega fæ ég ótal tölvupósta frá ánægðum lesendum og er yfirleitt stoppuð af fólki á förnum vegi sem þakkar mér fyrir skrifin. Synir mínir tveir eru stundum svolítið þreyttir á hvað fólk þarf mikið að tala við mig í matvörubúðinni.

Hvern myndirðu helst vilja taka viðtal við, af lífs og liðnum?
Ég myndi vilja taka viðtal við Jóhönnu Jóhannsdóttur eða Jógu eins og hún er kölluð. Þess má geta að eitt vinsælasta lag Bjarkar heitir í höfuðið á henni.

Og síðasta spurningin: Þú ert send á eyðieyju (mátt samt koma til baka eftir viku) og mátt taka eina plötu, eina bók og eina manneskju með – hvað velurðu?
Þetta er hryllilega erfið spurning. Ég yrði á fá undanþágu og fá að taka tvo með mér, syni mína því ekki get ég gert upp á milli þeirra. Að ferðast með þeim er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. ABBA Gold yrði með í farteskinu og bók með auðum síðum svo ég gæti komið hugsunum mínum í orð og skrifað niður nýjar hugmyndir. Ef okkur leyddist hræðilega gætum við alltaf farið í myllu okkur til dægrastyttingar.

Jón Gnarr: Sigurjón er stórt barn

24 Okt

10733460_10205238642431594_79008531_n
Messanger viðtal við Jón Gnarr: Jæja, hvað er í gangi? Tvíhöfði í útvarpið aftur? Halelúja!

Já það er stefnan. Þetta þykir ekki verra en margt annað. Tvíhöfði er fyrir útvarpi það sem ORA er fyrir matargerð – ástríða.

Hvað erum við að tala um? Fyrir það fyrsta: Verður þetta langur þáttur í gamla góða stílnum? Smásálin og allar græjur?

Frekar stuttir bútar í podkasti en sömu dagskrárliðir og alltaf.

Ú é! Er Poddkast framtíðin?

Nei, einn daginn fær fólk nóg af allri þessari tækni og hendir frá sér öllum „snjall“ símunum og fer bara í sund þar sem hægt er að tala við alvöru fólk. Hlæja smá og fá sér svo pylsu. Þú færð ekki pulsu í iphone. SIRI selur ekki pulsur.

Nei ekki enn. Það kemur kannski. En hvað er þetta með Kjarnann? Ætla þeir að fara í meira poddkast en Tvíhöfða?

Ég held að það sé stefnan að reyna að taka yfir íslenska podkast markaðinn og búa til fyrsta alvöru margmiðlunarþrekvirkisstórvirki. „íslenska alvöru“ (innskot). „margmiðlunarþrekvirkisstórveldið“ átti það að vera, en við munum reyna að styrkja tengslin við þjóðina. Svona reyna að fá þjóðina til að ganga í takt – við Tvíhöfða.

Hólí mólí. Hvenær kemur fyrsti þátturinn?

Vonandi í næstu viku. Sigurjón er orðinn afskaplega spenntur og hlakkar mikið til. Hann er náttúrlega eins og barn. Hann er stórt barn. Stundum hringir hann í mig á nóttunni án þess að hafa neitt að tala um. Honum finnst bara gott að heyra röddina mína. Hún róar hann. Ég hef seyðandi rödd. Fólk á eftir að tala mikið um það þegar það heyrir þáttinn.

Heldur betur! Mikið hlakkar mig til að sofna við seyðandi rödd þína. Illugi Jökulson er fínn, en þú ert enn betri. Ætlarðu svo ekki bara að losa okkur við þessi leiðindi og verða forsetinn? Hvenær er aftur kosið næst?

Hvaða ár er núna?