Sarpur | Popppunktur RSS feed for this section

Úrslit Popppunkts 2016

11 Ágú

urslitpp16
Annað kvöld, föstudagskvöldið 12. ágúst, lýkur 9. seríu Poppunkts með því að Grísalappalísa mætir FM Belfast í úrslitaleik. Bæði lið hafa sýnt góð tilþrif og sullað út úr svörum við níðþungum spurningum um íslenskt popp og rokk. Það mætast því stálin stinn. Hér má sjá Grísalappalísu taka „Út á gólfið“ eftir Gylfa Ægisson. Í guðnabænum ekki missa af þessu!

 

Hrísey er ekki Grímsey!

6 Ágú

Spoler alert: Ekki lesa lengra ef þú veist ekki úrslitin úr síðasta Popppunkti.

 

Nú er komið á hreint að það verða Grísalappalísa og FM Belfast sem keppa til úrslita í Popppunkti nk. föstudagskvöld. FM Belfast sigraði Amabadama í þætti gærkvöldsins. Það er með grátstafinn í kverkunum að ég greini frá tveimur villum í þættinum í gær. Fyrir það fyrsta kom „Stanslaust stuð“ Páls Óskars út fyrst á plötunni Stuð en ekki Seif. Lagið kom reyndar líka út á Seif, en í annarri útgáfu. Ekki skil ég hvernig grautarhausinn sem semur spurningarnar gat fokkað þessu upp. Elliglöp?

Öllu alvarlegri mistök áttu sér stað þegar spurt var um Ljótu hálfvitanna og 3ja stiga vísbendingaspurningu slengt fram sem átti að sýna Hrísey. Síðasta plata Hálfvitanna heitir einmitt Hrísey. Í staðinn fyrir Hrísey kom mynd af Grímsey, en það kom reyndar ekki að sök því FM Belgast með Borko í fararbroddi kom með rétt svar. 

Ég hef komið til Hríseyjar og ætti að vita að þar er enginn flugvöllur eins og í Grímsey (sem ég hef ekki komið til). En stundum er fattarinn ekki skárri en þeitta. Mistökin eiga sér rætur í myndaleit Google og þeirri staðreynd að Grímsey er á þessari mynd á síðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um læknisþjónustu í Hrísey. Þar rugla þeir eyjunum saman líka. 

Vil ég biðja íbúa Hríseyjar og Grímseyjar, svo og landsins alls, afsökunar á þessum mistökum. Í dag mun ég vera með glerbrot í skónum til áréttingar iðrun minni.

PS. Horfði á ágæta mynd í gær: Sing Street.

Popppunktur aftur á RÚV

30 Jún

Popppunktur snýr aftur í sjónvarpið annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Boðið verður upp á sjö þætti þar sem sem átta hljómsveitir keppa til sigurs. Spurningarnar eru allar um íslenska popp- og rokksögu og óbeint í tengslum við þættina Popp- og rokksaga Íslands. Hljómsveitirnar sem keppa eru allar í yngri kantinum. Mikið stuð, mikið gaman, mikil spenna.

Í fyrsta þættinum (annað kvöld) mætast Reykjavíkurdætur og Grísalappalísa.2016-05-23 15.27.492016-05-23 15.27.57Svo er komið að Móses Hightower og  Retro Stefson.
2016-05-24 13.09.042016-05-24 13.09.24Svo eru það FM Belfast og Boogie Trouble.
2016-05-24 15.27.24
2016-05-24 15.28.04
Og svo Agent Fresco og Amabadama.
2016-05-25 12.58.07
2016-05-25 12.59.59
Eftir þessa fjóra leiki tekur við grimmileg útsláttarkeppni þar sem eitt lið stendur upp sem sigurvegari. Það held ég nú!

Páska-Popppunktur á Rás 2

23 Mar

Um páskana verður sérstakur Páska-Popppunktur á Rás 2 á milli klukkan 14 og 16. Átta hljómsveitir keppa í popp- og rokkfræðum þar til ein stendur eftir sem sigurvegari. Á morgun, skírdag, eru 2 leikir.

2016-03-16 14.19.06
2016-03-16 14.19.171. leikur: Risaeðlan – Agent Fresco!

2016-03-16 15.05.58
2016-03-16 15.06.192. leikur: Amabadama – Sísí Ey

Á föstudaginn langa kom tveir leikir til:

2016-03-16 16.20.39
2016-03-16 16.21.56
3. leikur: Úlfur úlfur – Reykjavíkurdætur

2016-03-16 17.09.332016-03-16 17.09.40
4. leikur: Dikta – Stop Wait Go

Á páskadag eru tveir leikir – undanúrslit. En á annan í páskum er bara einn leikur: úrslitaleikurinn sjálfur!

Fylgist spennt með. Hver vinnur?

Jólapopppunktur á annan í jólum

23 Des

Á annan í jólum, á milli klukkan 14 og 16, sláum við Felix upp sérstökum Jóla-Popppunkti á RÁS 2. Spurt verður út í jólatónlist. Fjögur lið keppa. Fyrst koma tveir stuttir leikir og svo einn lengri úrslitaleikur í lokin. Hver verður Popppunkts-meistari Jólanna 2015? Fylgist spennt með. Liðin fjögur eru þessi:

2015-12-16 13.25.52
Friðrik Ómar og Hera Björk keppa við KK og Ellen í fyrsta leik.
2015-12-16 13.26.40

2015-12-16 14.09.12
Gummi og Kalli Baggalútar keppa við Bó og Stefaníu Svavarsdóttur í öðrum leik.
2015-12-16 14.12.23

??? keppir við ??? í úrslitaleik og ??? sigrar. Kemur í ljós á annan í jólum!

Nördar í Popppunkti

25 Júl

Staðan í sérstökum sumar-Popppunkti á Rás 2 er nú þannig að eftir undanúrslitaleiki eru eftir tvö lið sem keppa til úrslita á laugardaginn eftir viku. Þetta eru liðin ÍST’ON (Íslensku tónlistarverðlaunin, Eiður Arnarsson og María Rut Reynisdóttir) og BÍL (Bandalag íslenskra listamanna, Kolbrún Halldórsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason). Ekki missa af æsispennandi úrslitaleik!!!

2015-07-06 15.44.08
Til að brjóta þetta upp verður sérstakur „nördaþáttur“ í dag (kl. 17:00). Þá keppa „Nördar af Rás 2“ (Andri Freyr og Hulda Geirs) við „Nörda af götunni“ (Frosti Jón Runólfsson og Anna Lea Friðriksdóttir). Eins og sést verður Bjarni Töframaður á svæðinu líka. Svokallaður eðall framundan.

Páska-Popppunktur!

1 Apr

20150401_151916
POPPPUNKTUR snýr aftur um páskana á Rás 2 (í útvarpinu!!!). Alls eru þetta fjórir þættir, allir á milli kl. 14 og 16. Þetta eru svokallaðir BRANSA-POPPPUNKTAR. Í þættinum á morgun (Skýrdag) eru tveir leikir: Eistnaflug mætir Rokksafninu í Keflavík og Harpa mætir Græna hattinum á Akureyri. Á Föstudaginn langa mætast svo HljóðX-Rín og Exton – og – Iceland Airwaves og Bræðslan.

Eftir þetta höfum við fjögur lið sem keppa öll á Páskadag og sjálf úrslitaviðureignin fer svo fram á Annan í páskum. Þetta verður án efa spennandi og skemmtilegt og það væri hreinasta sturlun að missa af þessu!

Steiktasti Popppunkturinn

18 Jún

ahofnin
Rúv sýnir nú Popppunkt ársins 2009 á laugardögum um kaffileitið. Síðast var hin magnaða viðureign Sigur Rósar og Áhafnarinnar á Halastjörnunni á dagskrá, en þessi þáttur er löngu komin í sögubækurnar sem steiktasti og skemmtilegasti Popppunkturinn. Sigur Rós og Hemmi, Gylfi og Ari og allir að tryllast úr gleði. Stuðið er í Sarpinum.

Lífsskoðunin vann

25 Ágú


…og Lífsskoðunarmenn mörðu Stóriðju. Hér er Valli að stúta gítarnum, reyndar fyrsti gítarnum sem hann stútar um dagana.

Er þá Popppunkti – Baráttu stéttanna – lokið. Horfið í hægri endursýningu hér.

Stórglæsilegur lokaþáttur!

24 Ágú


Hann er helv skemmtilegur úrslita-Popppunkturinn í kvöld kl. 19:35, þó ég segi sjálfur frá (já, það er búið að taka hann upp). Líklega bara einn af þeim allra eftirminnilegri á ferlinum og þó er þetta Popppunkts-þáttur númer 124, svo tölfræðinni sé haldið til haga.

Við erum búnir að vera með Baráttu stéttanna í sumar, fengum 14 lið í sjö leiki, sem fóru svona:

1. Útfararstjórar – Heilsunuddarar 39 – 23
2. Skátar – Tölvunördar 30 – 28
3. Lífsskoðunarmenn – Auglýsingamenn 46 – 41
4. Háskólakennarar – Leikskólakennarar 39 – 38
5. Stóriðja – Náttúra 49 – 34
6. Hamborgaraforkólfar – Heilsufæðisforkólfar 43 – 30
7. Bílamenn – Hjólafólk 39 – 31

Tvö stigahæstu liðin keppa í kvöld, sem sé Lífsskoðunarmenn á móti Stóriðju. Þetta er ÆSISPENNANDI og alveg STÓRGLÆSILEGUR þáttur! Algjört skylduáhorf myndi ég halda.


Hér er lið Stóriðju nokkrum sekúndum áður en byrjað var að taka upp.


Og hér eru Lífsskoðunarmennirnir, séð frá púltinu mínu.