
Hann er helv skemmtilegur úrslita-Popppunkturinn í kvöld kl. 19:35, þó ég segi sjálfur frá (já, það er búið að taka hann upp). Líklega bara einn af þeim allra eftirminnilegri á ferlinum og þó er þetta Popppunkts-þáttur númer 124, svo tölfræðinni sé haldið til haga.
Við erum búnir að vera með Baráttu stéttanna í sumar, fengum 14 lið í sjö leiki, sem fóru svona:
1. Útfararstjórar – Heilsunuddarar 39 – 23
2. Skátar – Tölvunördar 30 – 28
3. Lífsskoðunarmenn – Auglýsingamenn 46 – 41
4. Háskólakennarar – Leikskólakennarar 39 – 38
5. Stóriðja – Náttúra 49 – 34
6. Hamborgaraforkólfar – Heilsufæðisforkólfar 43 – 30
7. Bílamenn – Hjólafólk 39 – 31
Tvö stigahæstu liðin keppa í kvöld, sem sé Lífsskoðunarmenn á móti Stóriðju. Þetta er ÆSISPENNANDI og alveg STÓRGLÆSILEGUR þáttur! Algjört skylduáhorf myndi ég halda.

Hér er lið Stóriðju nokkrum sekúndum áður en byrjað var að taka upp.

Og hér eru Lífsskoðunarmennirnir, séð frá púltinu mínu.