Sarpur | MP3 RSS feed for this section

Glæný tónlist!

18 Maí

Hvað er þetta glæ sem er svona nýtt? Er það sama glæið og er kastað á glæ? Og etv skylt því glæ-silega? Kannski þýðir glær bara sjór?

avatars-000079583683-3v3kdq-t500x500
Jæja, ég er alltaf að fá vísbendingar um nýja tónlist. Glænýja jafnvel. Mér rennur blóðið til skyldunnar og verð að miðla þessu áfram. Byrjum á honum Línusi Orra. Hann er í Myndra, sem er ný íslensk/kanadísk hljómsveit. „Ég er þessa dagana að reyna að vekja athygli á nýrri plötu sem er að fara að koma út eftir mánuð. Ég syng í þessari hljómsveit sem er staðsett útí Kanada og hefur hingað til aðeins verið virk þar. Ég hef semsagt flogið reglulega út á síðustu tveimur árum til þess að spila á tónleikum og taka upp og nú loksins er platan tilbúin og við ætlum að halda stóra útgáfutónleika í Norræna húsinu þann 7. júní. Hægt er að hlusta aðeins á plötuna á www.soundcloud.com/myndra.“  Ljómandi fínt popp hjá Myndra.

1233582_494646210621568_1556735147_n
Svo er það Steinunn Ósk Axelsdóttir sem er í hljómsveit í Los Angeles sem heitir In the Key of Earth. Þetta er nýaldar-rokkband og fyrsta platan komin út. Spreðlandi sveimrokk! In The Key Of Earth – The Cold

Picture 4
Þá er það öfgastöff frá Ladyboy Records: KRAKKBOT – AMATEUR OF THE YEAR. CRAMMED WITH COCK Krakkbot er tónslistarmaður sem flytur dómsdags-raftónlist. Hann vinnur einkum með drunur, takta og hávæða. Hann lýsir tónlist sinni sem síþróandi skrýmsli, og daðrar við þungarokk, hipp-hopp, heimatilbúin raftæki, feedback og hreinar hljómtíðnir í tilraunum sínum til að skapa martraðarkenndt draumalandslag. Þú getur sótt stafræna eintakið þitt HÉR. Þetta er fimmta útgáfa umboðsins, og tekur form sitt sem 50 kassettur í sægrænum, bleikum, bláum og gráum geislaígröfðum umbúðum. Hvert eintak er einstakt og byggt á teikningum listamannsins. Útgáfuhóf verður haldið á Húrra föstudaginn 30. maí. Dj. Flugvél & Geimskip og Pyrodulia hita upp.

köttur a heitri steypu
Gímaldin – Allir eru gordjus
Gímaldin var að koma með nýja og netta blúsplötu, Köttur á heitri steypu. Hann kynnir hana á morgun á Café Rosenberg – útgáfutónleikar sem sé. Hér er facebook-eventinn.


Að lokum er það Freyr Flodgren sem býr í Svíþjóð. Kósí.

Tvær skemmtilegar plötur!

29 Apr

cover
Hér er komin ný plata með Prins Póló! Hún heitir Sorrí og kemur út 15. maí. Nokkur laganna hafa þegar komið út, önnur ekki. Tólf lög, þessi:
Fallegi smiðurinn
Hamstra sjarma
Tipp Topp
Bragðarefir
Kosmos
Föstudagsmessa
Ég kem með kremið
Landspítalinn
Lúxuslíf
Vakumpakkað líf
Finn á mér
Grætur í hljóði

Eigum við ekki að hlusta á Fallega smiðinn?

Prins Póló – Fallegi smiðurinn

10308069_10152190773757713_6870100967447415445_n
Elín Helena er pönkhljómsveit frá Selfossi sem var að koma út plötunni Til þeirra er málið varðar. Átján hröð pönklög og sáralítið rugl. Góðir textar og hressleiki. 

Eigum við ekki að hlusta á Þú ert með mér?

Elín Helena – Þú ert með mér

 

Maggi Eiríks og aðrir ínældir popparar

9 Jan

b3146eceee2454
Vinsælt er að dissa Fálkaorðuna. „Er nú ekki alveg óþarfi að verðlauna fólk fyrir að vinna vinnuna sína,“ segir orðulaus almenningur alveg hundfúll. Búið er að næla á fólk síðan 1921, bæði Íslendinga og útlendinga (aðallega sendiherra). Það má sjá hina ínældu hrúgu á heimasíðu forsetans. Orðurnar eru mismerkilegar,  flestir fá „riddarakross“, en sumir enn merkilegri fá t.d. „Stórkross með keðju“ eða „Stórriddarakross með stjörnu“. Þetta er nú meira helvítis húmbúkkið! (segi ég þar til annað kemur í ljós).

Í seinni tíð hafa popparar byrjað að fá Fálka. Ínældir popparar eru Þórir Baldursson (2013), Ragnhildur Gísladóttir (2012), Björgvin Halldórsson (2011), Helena Eyjólfsdóttir (2010), Ingibjörg Þorbergs (2008), Ólafur Gaukur Þórhallsson (2008), Björn R. Einarsson (2007), Ragnar Bjarnason (2005), Bubbi Morthens (2003), Gunnar Þórðarson (2002), Björk Guðmundsdóttir (1997) og Haukur Morthens (1992).

Eins og sést má í seinni tíð búast við að einn poppari fái Fálka á hverju ári. Sá nýjasti er Magnús Eiríksson sem er að sjálfssögðu gríðarlegur verðugur þess að fá Fálka fyrir „framlag til íslenskrar tónlistar“ eins og það er kallað. Maggi er hvílíkur snillingur eins og allir með hálfa heyrn vita og úr heilabúi hans hafa komið mörg þeirra leiftrandi popplaga sem skilgreina okkur sem Íslendinga.

Löngu áður en Magnús kom með Mannakorn og aðra snilld í framhaldinu um miðja sjöuna, var hann í bítla og ballbandinu Pónik og Einar. Með þeirri sveit komu fyrstu lögin hans út, samtals fimm á tveimur 4-laga 7″ EPum. Þetta er efni sem fáir þekkja og um að gera að bæta úr því.

ponikogeinar

Pónik og Einar – Jón á líkbörunum

Pónik og Einar – Viltu dansa

Pónik og Einar – Herra minn trúr

falkinn-ponik65

Um Pónik og Einar segir svo í bók minni Eru ekki allir í stuði (útg. 2001): Nokkrir ungir menn með Magnús Eiríksson gítarleikara í fararbroddi stofnuðu Pónik árið 1964. Þegar Einar Júlíusson hraktist úr Hljómum, hljómsveitinni sem hann hafði stofnað, bauðst honum að fara yfir í Pónik, sem varð góð lyftistöng fyrir alla. Meðlimir Pónik voru um tvítugt en Einar aðeins eldri. Þó meðlimirnir væru í fastri vinnu spilaði hljómsveitin mikið á böllum, mjög oft í Keflavík, þó flestir meðlimanna væru búsettir í Reykjavík. Sveitin hitaði upp hjá Brian Poole & The Tremeloes og ávann sér slíkar vinsældir árið 1965 að hún hafnaði í öðru sæti á eftir Hljómum í vinsældakosningum Fálkans. Sjálfur var Einar var kosinn besti söngvarinn. Í því tilefni ræddi vikuritið við bandið, m.a. um stelpur og aðra æsta aðdáendur.

Fálkinn: Er mikið um það, að aðdáendur ykkar biðji um eiginhandarskrift?
Magnús: Já, ég er nú hræddur um það. Ég hef meira að segja orðið svo frægur að skrifa á magann á einni stelpunni.
Sævar Hjálmarsson: Ja, ég hef nú aldrei komist lengra en að skrifa á handlegginn á þeim.
Úlfar Ágúst Sigmarsson: Hljómsveitarstjórinn verður að hafa forréttindi.
Fálkinn: Hver er mesta kvennagullið í hljómsveitinni?
Úlfar: Það er Sævar. Dömurnar fá næstum því aðsvif, þegar hann sendir þeim sitt töfrandi augnaráð.
Sævar: Þetta er fráleitt. Það er enginn vafi á því að Einar á mestan sjensinn af okkur.
Magnús: Já, Einar er mesta kvennagullið. Þær snarfalla fyrir ómótstæðilegum persónutöfrum hans, að maður tali nú ekki um spékoppana.
Fálkinn: Hafið þið þurft á lögregluvernd að halda vegna óláta á dansstað?
Sævar: Það var eitt sinn, er við vorum að leika 17. júní í Keflavík, að maður um fimmtugt, vel við skál, æðir upp á hljómsveitarpallinn og sló til Magga, en honum hefur ekki þótt hann árennilegur, því hann snéri sér strax að mér all ófrýnilegur ásýndum. Mér leist nú ekki á blikuna og hörfaði undan, en í því leggur Einar frá sér hljóðnemann og hjólaði í kallinn. Ekki varð þó neitt um meiri háttar slagsmál, því brátt kom lögreglan og dró kauða burtu.

Pónik í London
Pónik var ein af hljómsveitunum sem Jón Lýðsson ætlaði að gefa út þegar hann stofnaði hljómplötuútgáfuna UF hljómplötur (UF = ungt fólk). Jón hafði uppi fremur stórar hugmyndir og sendi Pónik til London í október 1966 til að taka upp átta lög fyrir tvær 7″ plötur. Ferðin stóð yfir í tæplega viku og var mikið ævintýri, enda höfðu tveir meðlimanna ekki komið til útlanda fyrr. Upptakan á öllum lögunum tók rúmlega dagstund. Í Maximum Sound hljóðverinu höfðu Kinks og Paul McCartney verið skömmu áður, en á meðan Pónik tók sér hlé frá upptökum kom hljómsveit frá Vestur Indíum og með henni aragrúi vina og vandamanna. Sveitamennirnir íslensku urðu forviða yfir þessum exótísku menningarstraumum.

Magnús: Þetta var furðuleg samkoma og músikin svo rammfölsk, að annað eins höfðum við ekki heyrt. Varst var þó, hve aumingja fólkið lyktaði ferlega. Kvað svo rammt að því, að Einar gekk með ilmvatnsglas um salinn þveran og endilangan eftir á og úðaði í öll horn.
Magnúsi fannst að auki Carnaby Street „skelfing ómerkileg“ gata og Pónik fann þar engin föt við sitt hæfi. Betra fannst strákunum að versla á Oxford Street. Þeir litu einnig inn á Whiskey A Go Go klúbbinn, en urðu ekki hrifnir, heldur hálf fúlir af því að tónlistin var svo hátt stillt. „Þessi reynsla okkar verður sennilega til þess að við förum að hafa nánara eftirlit með mögnurunum okkar“.
UF kom fyrri smáskífunni út í febrúar 1967. Þrátt fyrir að á plötunni væri íslenskun á vinsælu lagi úr myndinni The Sandpiper, „The Shadow of your smile“, og vafasamt lag eftir Magnús sem var bannað í útvarpinu, „Jón á líkbörunum“, dó platan í fæðingu. Seinni skammturinn kom ekki út fyrr en rúmu ári síðar. Þá hafði Tónaútgáfan á Akureyri keypt útgáfuréttinn af Jóni. Sú plata gekk aðeins betur, enda varð eitt lagið vinsælt, „Léttur í lundu“, sem Karl Hermannsson, sá sem hafði verið örstutt með Hljómum, samdi. Öll hin lögin voru eftir Magnús, sem var hættur í Pónik þegar platan kom út. Hann hafði viljað fara aðrar leiðir en Einar söngvari og aðrir í hljómsveitinni.

Reyndu aftur, ævisaga Magnúsar sem Tómas Hermannsson skrifaði og Sögur útgáfa gaf út árið 2009 er svo best heppnaða ævisaga íslensks poppara sem komið hefur út. Hafirðu ekki lesið hana mæli ég eindregið með því að þú gerir það.

Jólamix Dr. Gunna – í þágu heimilanna

25 Des

jolamixx
Jæja, er nú ekki komið nóg af þessum klassísku jólalögum sem eru búin að dynja á þér, eins og stigmagnandi bumbuslög í þrælaskipi kapítalismans, síðan í nóvember? Ó jú! Hér kæri vinur er jólamix til að létta þér lífið í eftirleik jólanna, tólf óklassísk, óvenjuleg en þrælskemmtileg jólalög… (þetta mix er endurgerð af jólamixi sem ég gerði 2007).

Jólamixteip Dr. Gunna

Innihaldslýsing:
1. El Vez – Feliz navidad  
Byrjun með blasti. El Vez, hinn mexíkóski, blandar saman Ég fæ jólagjöf og Public Image Ltd. Hverjum hefur dottið það í hug? Þetta er hress gaur sem hékk svolítið með Sykurmolunum í gamla daga. 
2. The Go-Bang’s – Rock n roll santa claus 
The Go-Bang’s var japanskt kvennatríó sem spilaði poppað tyggjórokk með örlitlu pönkbragði. Þær nutu vinsælda í kringum 1990 og einhverra hluta vegna á ég allar plöturnar með þeim. Hér er hressandi jólalag frá þessu frábæra, en algjörlega óþekkta utan heinalandsins, bandi.
3. Shonen Knife – Space Christmas
Annað japanskt kvennatríó með annað frumsamið jólalag.
4. Hybrid Kids – O, Come all ye faithful
Hybrid Kids var leyninafn fyrir Morgan Fisher. Hann er líklega þekktastur fyrir að hafa verið hljómborðsleikarinn í Mott the Hopple. Í kringum 1980 var hann að taka allskonar lög og gera svona sniðugar ábreiður af þeim. Hann gerði m.a. plötuna Claws sem eru bara jólalög. Hún er alveg ljómandi fín.
5. The Residents – Santa Dog ’78
Í flipp tilraunagír slá fáir bandarísku leynihljómsveitina The Residents við. Eitt þeirra fyrsta lag var jóla. Auka hugmynd: Gott nafn á íslenska hljómsveit væri „Aðilarnir“, jafnvel „Aðilar vinnumarkaðarins“.
6. The Frogs – Here comes Santa’s pussy 
Þegar sungið er um pussuna á Jóla hringja allar viðvörunarbjöllur í Jólaþorpinu. The Frogs er fyndið, dónalegt og eldgamalt amerískt band sem ég sá einu sinni á CBGB’s. Ég man að einn var með vængi á bakinu og þetta var flippað og skemmtilegt.
7. Alli Rúts – Ég er jólasveinn
Það eru engin jól án Alla Rúts. Skemmtikraftur, bílasali en rekur sveitahótelið og barinn Áslák í Mosfellssveit í dag. Umslag 7″ plötu Alla frá 1973  er einstaklega vel heppnað (og notað hér að ofan aðeins breytt).
8. The Fall – (We wish you) A protein christ 
Líklega er fátt ójólalegra en amfetamínbryðjandi skáldjöfurinn Mark E Smith og taumlaus og endalaus snilldarferill hans. Hann gerði nú samt 4-laga jólaplötu árið 2003. Af henni heyrum við titillagið. Hin lögin eru jafnvel enn ójólalegri en þetta.
9. Bit shifter – Let it snow
Á netsíðunni http://8bitpeoples.com/koma saman listamenn sem gera tónlist á fornar tölvur. Þetta er fyndið og skemmtilegt og öll tónlistin býðst ókeypis í niðurhali. Þetta lag með Bit shifter (Bandaríkjamaðurinn Joshua Davis) er tekið af átta laga jólaplötunni The 8bits of christmas.
10. Big Star – Jesus Christ 
Alex Chilton og félagar voru hljómsveitin Big Star, band sem gerði tvær magnaðar plötur sem allir verða að heyra (#1 Record 1972 og Radio City 1974). Þetta lag er af þriðju plötunni, Third/Sister Lovers, sem kom 1978. Lagið er um gaurinn sem allur gauragangurinn er víst tileinkaður. Gullfallegt lag sem hefði átt að vera „klassískt jólalag“ í dag en er það ekki.
11. Megas & Senuþjófarnir – Ég sá pabba krassa á jólatréð
Megas og Senuþjófarnir blúsa jólin inn með þingeyskan júða í eftirdragi.
12. Yogi Yorgesson – I yust go mad at christmas
Löngu áður en Prúðuleikararnir komu með Sænska kokkinn gerði Harry Stewart grín að Svíum sem „Yogi Yorgesson“.
12 1/2. Paska – Merry christmas 
Paska er finnskur sköllóttur pönkari sem hefur öskrað inn á þónokkuð margar plötur. Ég hitti hann einu sinni þegar hann var með pönk-karókí í Turku. Einu sinni öskraði hann inn á símsvarann minn en því miður er sú spóla týnd. Paska endar við mixteipið í sönnum jólaanda.

 

Airwaves fitubrennslan 2013

27 Okt

Það er ekki seinna vænna að kynna sér daxrána á Airwaves 2013 því eyrnaorgían hefst á miðvikudaginn. Að vanda eru þrjú þúsund hörkuspennandi atriði í boði og að fish called vanda er nú hér á blogginu  boðið upp á Airwaves fitubrennslu mix þar sem þér gefst Kostur (Dalvegi) að kynna þér brot af því besta og brenna spiki um leið. Reyndar var dáldið erfitt að gera þetta mix núna því það virðist í tísku að spila hæga og máttleysislega tónlist sem erfitt er að brenna spiki við.  Þetta hófst þó að lokum:
airwaves-fitubrennslan-2013
Airwaves-fitubrennsla-2013 <– Þú hleður þessu inn á spilarann/símann þinn og notar þetta svo á bretti, göngustíg, o.s.frv og reynir að láta takt lagsins ráða hreyfingunni. Góða fitubrennslu! 

AIRWAVES FITUBRENNSLAN 2013

Gold Panda – You
AlunaGeorge – Attracting Flies
Jagwar Ma – Come Save Me
We are wolves – As the Moon Sets
Kött Grá pjé – Aheybaró
Goat – Run to your mama
Strigaskór nr. 42 – Armadillo
Savages – City’s full
Caveman – In the City
On and on – Ghosts
Sindri Eldon & The Ways – America
Metz – Headache
Grísalappalísa – Kraut í g
The Balconies – Kill Count
Fucked Up – Queen Of Hearts
Omar Souleyman – Weli Weli
Kraftwerk – Dentaku
Nolem feat. Class B – Brot
Moon King – Only Child
Yo La Tengo – nothing to hide
Shiny Darkly – You Feel Like You Should
Snorri Helgason – Summer Is Almost Gone
Eldar – Sólskin

Snarl 2

14 Okt

snarl2

Áfram heldur stafræn endurútgáfa af afurðum Erðanúmúsíkur. Nú er komið að safnkassettunni Snarl 2 – Veröldin er veimiltíta þar sem 15 atriði komu fram með 2 lög hvert. Fyrsta Snarl-spólan hafði gengið vel svo það var um að gera að koma með aðra spólu. Ég man náttúrlega mest lítið um þessi bönd öll en þó þetta:

* Sogblettir eru þekkt stærð og pönkast hér hresst.
* E-X spiluðu gáfumannarokk í anda R.E.M. Innanborðs voru m.a. Pétur Hallgrímsson og Davíð Magnússon. Hljómsveitin kallaði sig fyrst Professor X og lét framleiða smáskífu í Svíþjóð sem kom aldrei til landsins og er því líklega týndasta plata Íslandssögunnar.
* 16 Eyrnahlífabúðir. Reykjavíkurband held ég.
* Daisy Hill Puppy Farm með tvö lög í viðbót úr upprunalegu Jói, Stebbi, Óli-útgáfunni.
* Yesminis Pestis. Annað Rvk-band.
* Óþekkt andlit frá Akranesi. Orri Harðar, Pétur Heiðar o. fl.
* Múzzólíni. Unghressir að vanda.
* Sykurmolarnir voru funheitir þegar þetta var og í samningaviðræðum. Hitti Einar Örn í miðbænum og hann sagði að ég mætti nota þessar tvær læftökur (Káboj og Veik í leikföng) ef ég breytti nöfnunum í Mykjan og Skalli. Eitthvað samningsatriði.
* Blátt áfram innihélt hálfsystur Bjarkar, Ingu, sem var vitanlega stórt sellingpoint erlendis. Því miður kom ekkert meira frá þessu ágæta eitís-indie popp bandi.
* Bleiku bastarnir í hressum fíling.
* Qtzjí Qtzjí Qtzjí komu frá Keflavík og áttu rætur í sveitinni Vébandið.
* Balli og Blómálfarnir frá Reykjavík í miklum bílskúrsgír.
* Gult að innan frá Ísafirði.
* Mosi frændi níðist á Bubba. Mig minnir jafnvel að það hafi þótt „ferskt“ 1987.
* S. H. Draumur með átteiks. Glæpur gegn ríkinu var tekið upp á sama tímu og Helmút á mótorhjóli (Drap mann með skóflu-útgáfan) í Stúdíó Stöðinni með Axel Einarssyni. Ég man ekki margt en man þó að honum fannst bandið ekki ósvipað Icecross sem hann hafði verið í 1972-73. Á þessum tíma vissi ég ekkert hvað Icecross var svo ég tók þessu lofi með fálæti.

Viðtökurnar voru fínar, sérstaklega eftir að sjálft Rolling Stone skrifaði um spóluna í sambandi við forsíðugrein um Sykurmolana. Fólk var að panta þetta erlendis frá. Einn af þeim sem skrifaði og vildi frítt eintak var Kim Fowley, sem ég vissi náttúrlega ekkert hver var á þessum á tima heldur. Held ég hafi samt sent honum eintak.

Hér er Snarl 2 – Veröldin er veimiltíta í allri sinni bjöguðu dýrð.

Og hér er svo fyrsta Snarl kassettan.

Hlustaðu á Emilíönu

8 Sep

emiliana-torrini-tookah
Á morgun kemur út platan Tookah með Emilíönu Torrini. Hana má nú streyma hér. Hér kemur fréttatilkynning á ensku:

‘Tookah’ will be Emiliana’s fourth album and follows 2008’s fantastically recieved ‘Me And Armini’. It sees Emiliana back in the studio with her long term producer / collaborator Dan Carey. This pedigree pairing of Emiliana’s songwriting and Carey’s sonic alchemy has already combined to world beating effect when they co-wrote/produced Kylie Mynogue’s hit ‘Slow’. 
‘Tookah’ is a hugely ambitious pop record -exemplified not least by first single ‘Speed of Dark’. 
It was conceived and written over the course of a 4 year period and was in part informed by Emiliana having become a mother for the first time. Emiliana felt a real freedom and the inspiration to make a aspirational synth pop album recorded with a new band, she even sought out a vintage 16 Voice Oberheim Synthesiser to be used on the recordings. Some additional writing contributions on the album came from band members Simon Bryt & Ian Kellett both of whom have played with Emliana throughout the years.
Title track ‘Tookah’ refers to a central notion of the album, ‘Tookah’ (a word of Emiliana’s own creation) is what she calls the only way to live in love, the essence of being that you are born with, the inner good and bad balanced, positive and negative, actuality, the union of self and a state of bliss. 
The track ‘Home’ was inspired by the other main theme involved on the record, that of the notion of returning home to Iceland, and was conceived as an ode to her son. It was borne out of a reoccurring vision Emiliana had during the run up to the album’s recording where she would repeatedly find herself standing by a massive frozen lake looking at a forest which she walked towards with a sense of trying to get home. But once in the forest she would feel lost, feeling acutely the sounds of the forest as peaceful, like a quiet room, beautiful, but then fireworks would start in the sky which turned into deep sea creatures, like neon jellyfish, swimming across the sky, she would then follow these with the sense that they were guiding her home. It was this vision, a celebratory, blissful theme and feeling that Emiliana would try to return to and attempt to capture within most of the album’s tracks. 
Emiliana works visually with sound, whilst recording the album, the studio was filled with smoke machines and toy lasers to create this otherworldly environment and a means of escape from the everyday. 
The dancing sequence in the 1987 Wim Wenders film ‘Wings Of Desire’ was a big inspiration as were Eric Satie (his old piano works), a old programme which Emiliana remembers seeing in Iceland called ‘Danish Lessons’ plus rather unexpectantly, ‘Snowflakes Are Dancing’ by Tomita (1974) the electronic classical record of Debussy interpretations.

„Tookah is when you feel yourself, the one you can always turn to. It is kind of the inner god I guess you feel when you have a feeling of everything being possible, when you feel happy, thankful and when you live from love. I call it Tookah.“ Emiliana Torrini

Lagið í Hulla

6 Sep

bb7t
Ég var ekki alveg sannfærður um ágæti HULLA eftir fyrsta þáttinn, en eftir þátt númer tvö er ég alveg kokgleyptur fyrir snildinni. Tónlistin í þáttunum er ansi sniðug og vakti athygli mína. Þetta er eiginlega bara brot úr laginu Aldamótaljóð með Bjarna Björnssyni spilað aftur og aftur.

Strákarnir stíla lagið reyndar á pabba Ragga Bjarna í kreditlistanum („Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar“) sem er rugl. Ég hef bloggað um Bjarna Björnsson (sjá hér og hér) af því hann er algjörlega óþekktur nútímafólki. Hann fær líka gott speis í Stuði vors lands, enda einn fyrsti „poppari“ landsins. Gott að hann fái nú smá sýnileika í Hulla.

BJARNI BJÖRNSSON – ALDAMÓTALJÓÐ (Halldór Gunnlaugsson) – Upptaka Berlín 1931

UPPFÆRT: Eitthvað virðist þessi besserwissun í mér hafa verið illa ígrunduð því framleiðandi Hulla, Hr. Sigurjón Kjartansson hafði samband: Staðreyndin er að þessi tiltekna útgáfa sem spiluð er í Hullaþáttunum er sannarlega flutt af Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og er a.m.k 15 árum yngri en upptakan sem doktorinn gróf upp, enda geta menn heyrt muninn á versjónunum bæði í tempói og öðru. Ég er ekki viss um hver syngur en það er ekki víst að það sé Bjarni Björnsson. En þetta er vissulega sama lagið, en sumsé cover versjón af original útgáfu Bjarna Björns. Þetta veit ég því ég framleiði þættina og hef farið í gegnum allt ferlið. Og hana nú!

Hér kemur því rétt Hulla-lag!

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, Baldur Hólmgeirsson syngur – Aldamótaljóð

Lagið er á disknum Útvarpsperlur með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, sem ég á hérna upp í hillu og hefði betur skoðað áður en ég fór að þenja mig!

Snorri Helgason snýr aftur

22 Ágú

SnorriHelgasonBAnd2013_sofaBW_small
Snorri Helgason – Summer is almost gone
Það eru gríðarleg gleðitíðindi að Snorri Helgason sé að snúa aftur með nýja plötu, enda var síðasta plata – Winter Sun frá 2011 – mikill gleðigjafi. Nýja plata heitir Autumn Skies og virðist meira retro-sándandi en síðasta plata, sem var með nokkrum indie nútímagljáa í boði Sindra Sin Fang. Þetta er mikil afslappelsis-plata og lofar mjög góðu við fyrstu hlustun. Ég sé fram á að vera með plötuna á rípít í haust suddanum.

„Hún er sum sé tekin upp í stúdíóinu okkar Guðmunds Óskars (Hjaltalín altmugligtmaður) úti á Granda sem heitir Kolgeitin og er pródúseruð af mér og Gumma en mixuð af Gunna Tynes. Hún á að koma út í lok september ef allt gengur að óskum. Fyrsta lag sem við settum í spilun af plötunni heitir Summer is Almost Gone,“ segir Snorri og bætir við:
„Ég ákvað snemma í ferlinu að vinna þessa plötu alveg frá grunni með hljómsveitinni minni sem er búin að vera spila með mér sirka sl. 2 ár, þ.e. Guðmundur Óskar á alls konar, Magnús Trygvason á slagverk og Silla (mr.silla) á söngl. Svo fengum við Daníel Böðvarsson gítarleikara úr Moses Hightower til að dúndra inn feitu sjitti sem og hann Daða gamla Birgisson Jagúarjálk á píanó.
Annars er þetta algjörlega hjemelaved gúmmelaði. Mikið bara ég og Gummi að læra á græjurnar og gera tilraunir. Lo-fi hi-fi folkpopp. Þarna eru tvö lög sem eru ekki eftir mig; „Willie O Winsbury“, sem er gamalt enskt þjóðlag og svo „Poor Mum“ sem er eftir Molly Drake (mömmu Nicks).“

Skilaboð frá Gylfa Ægis!

14 Ágú

qdtR1vzfNtJMxJr1rpwQzElvZSOlei8kKlNjbJlpsSU
Gylfi Ægisson hefur talað. Og talað. Og talað aðeins meir.

Það sem hann hefur fram að færa er reyndar ekki besta plöggið sem næsta lag í spilun af plötunni ALHEIMURINN! þarf: Brjálað stuðlag, sungið af engum öðrum en – GYLFA ÆGIS! (og fjórum stórstjörnum í viðbót reyndar, þótt Gylfi sé aðal).

Til vitnis um  hversu ágætlega staðsett þjóðfélagið er móralskt séð, hefði verið miklu betra plögg fyrir plötuna ef Gylfi hefði komið út úr skápnum.

Á meðan Glaðasti hundur í heimi keyrir upp vinsældalistana geturðu beðið spennt/ur eftir næsta lagi af ALHEIMINUM! Brjálað stuðlag! Ég myndi segja að það fari í spilun mánudaginn 23. september. Hér er smá forsmekkur:


(Smá grín í Gylfa, verður ekki í endanlegu útgáfunni!)