Sarpur | Í kasti með Dr. Gunni RSS feed for this section

Baksviðs á Woodstock

12 Okt

Rona Magical Woodstock headshot
Ég hitti Rona Elliott í gær og gerði smá viðtal við hana – Poddkast. Hún er ein af þeim sem skipulagði Woodstock hátíðina og hefur verið innan um allskonar stórstyrni bæði sem vinur og viðmælandi. Ágætis poddkast þótt ég segi sjálfur frá.

Í KASTI MEÐ DR. GUNNA Á ALVARPI NÚTÍMANS

rona-george

 

 

Hádegisbarinn gerði mig að rithöfundi

26 Jan

ikasti-olafurgunnarsson
Var að klára Syndarann eftir Ólaf Gunnarsson. Fín bók. Ólafur hefur lengi verið einn af uppáhalds svo ég hittann og tók viðtal, poddkast á Alvarpinu, sem er öllu frjálslegra form en útvarpsviðtal.
http://nutiminn.is/midaldra-karlar-a-hadegisbarnum-gerdu-mig-ad-rithofundi/
Við ræddum allskonar skemmtilegt. Bækurnar og rithöfundaferilinn, samtímamenn eins og Dag Sigurðarson, Alfreð Flóka, Odd Nerdrum; drykkju, popp, læknabílinn og störf við sjónvarpsþættina The Vikings, en Ólafur starfar að handritaskrifum við þessa heimsfrægu þætti.
Gjörðu svo vel að heyra.
http://nutiminn.is/midaldra-karlar-a-hadegisbarnum-gerdu-mig-ad-rithofundi/

Dr. Gunni og Dr. Eldjárn kryfja Bítlana

24 Nóv

2015-11-24 12.53.07
Nýtt Í kasti með Dr. Gunna!!!

Í þessum þætti af Í kasti með Dr. Gunna er spjallað við Bretann Mark Lewisohn, sem er líklega mesti Bítlafræðingur heimsins um þessar mundir.

Hann skrifar nú sögu Bítlanna í þremur bindum og er fyrsta bindið komið út á íslensku og heitir Bítlarnir telja í. Fyrirhugað er að næstu bindi komi út 2020 og 2028.

Þetta er fyrsta þýðingin sem gerð er af bókinni, sem er nú alveg sturluð staðreynd. Bókin er algjört æði, bæði á ensku og íslensku, og stútfull af nýjum atriðum um sögu Bítlanna, bestu hljómsveitar í heimi (staðreynd!!!)

Bítlaaðdáandinn Ari Eldjárn er aðstoðarspyrill Dr. Gunna að þessu sinni og saman fara þeir með Mark í djúpspaka ferð um Bítlagresurnar þar sem bæði innvígðir, innmúraðir og skemmra komnir fá margt fyrir sinn snúð.

Athugið: Viðtalið er á ensku!

Mark Lewisohn kynnir bókina í hádeginu (12) á morgun, miðvikudag, Í IÐNÓ! Svo verður útgáfuteiti og áritun á fimmtudaginn í Eymundsson, Skólavörðustíg, kl. 17. Bítlaaðdáendur látið sjá ykkur í hrönnum!

Í kasti með Dj. Flugvél og geimskip

6 Jún

íkasti-djflugvel
Diskurinn (og síðar platan) NÓTT Á HAFSBOTNI með Dj. Flugvél og geimskip (Steinunn Harðardóttir) er að koma út um þessar mundir. Þetta er ævintýralega góður diskur þar sem Steinunn pússar enn betur sinn skemmtilega hljóðheim. Fullt af hitturum og góðu grúvi. Í nýjasta netvarpsþættinum af Í kasti með Dr. Gunna á Alvarpinu er Steinunn í löngu spjalli auk þess að velja óskalög og leika lög af nýju plötunni. Rætt er um margt, t.d. japanskar poppþrælabúðir, geðsjúklinga til forna, Mars-ferðir, konur í poppi, hugleiðslu, vandræðaleg augnablik með Sölva Blöndal og svo auðvitað músík og feril Steinunnar. Dúndur skemmtilegt þótt ég segi sjálfur frá. Viðtalið er hér!

DJ. FLUGVÉL OG GEIMSKIP SPILAR:
* Í dag kl. 16 í Reykjavík Records, Klapparstíg – Ókeypis inn!

* Veðurskipið Líma og Iceland Airwaves á ferð um landið (með Emmsjé Gauta og Agent Fresco):
10. júní Bolungarvík – Félagsheimilið
11. júní Grenivík – Grenivíkurskóli
12. júní Raufarhöfn – Félagsheimilið Hnitbjörg
13. júní Breiðdalsvík – Frystihúsið
14. júní Reykjanesbær – Hljómahöllin
Allir tónleikarnir hefjast kl. 20 – Ókeypis inn!

Hvert var fyrsta íslenska popplagið?

13 Maí

Ég hef búið til nýjan hlaðvarpsþátt. Nú hef ég hafið samstarf við ALVARPIÐ á NÚTÍMANUM og verð með hlaðvörp þar framvegis, þegar ég nenni. Þátturinn heitir Í kasti með Dr. Gunna og að þessu sinni er ég í kasti með Ólafi Þór Þorsteinssyni, eða Ólafi 78 snúninga eins og ég kýs að kalla hann.

http://nutiminn.is/hvert-var-fyrsta-islenska-popplagid/

78snúninga plötur voru það format sem gekk hér á landi frá 1910 til 1958. Þá höfðu 45snúninga plötur og LP plötur tekið við. Ég hef að undanförnu fyllst áhuga fyrir 78snúninga plötum, bæði íslenskum og erlendum, enda er tónlistin forn og spennandi. Ólafur er mestur safnara á þessu sviði á Íslandi, hefur safnað í 28 ár og á nú 680 af þeim 740 78 snúningaplötum sem komu út á Íslandi.

Í viðtalinu, sem er kryddað með fornum og skemmtilegum lögum, ræðum við ýmislegt. Söfnunaráráttuna, hræðsluna við jarðskjálfta og síðast en síst ekki tónlistina og tónlistarfólkið.

EinarHjaltested
Spurningunni: Hvert var fyrsta íslenska popplagið sem kom út á plötu? er erfitt að svara því fyrst þurfum við að skilgreina hvað er popp og hvað er ekki popp. Við komumst þó niður á að ef till vill hafi Einar Hjaltested sungið fyrstu popplögin ásamt hljómsveit í New York árið 1917.

Atli Olafs
Ef Það var ekki Einar þá er það kannski Atli Ólafsson, sem söng 5 lög á plötur árið 1936 út í Kaupmannahöfn með tívolí hljómsveit Elo Magnússon. Mamma Atla, Frú Anna Friðriksson. rak Hljóðfærahúsið og sendi soninn úr landi til að taka upp popp. Eitthvað babb kom í þann bát því plöturnar komu út undir dulnefninu Guðmundur Þorsteinsson. Þetta var frekar illa sungið – semir vilja jafnvel meina að Atli hafi verið fyrsti „hamfarapopparinn“.

Íslensk poppútgáfa hófst svo ekki almennilega fyrr en 1953. Þessi saga er rakin í viðtalinu, en lögin sem leikin eru af brakandi góðum 78 snúninga plötum eru þessi:

Einar Hjaltested – Vorgyðjan (1917)
Atli Ólafsson (aka Guðmundur Þorsteinsson) – Top hat (1936)
Atli Ólafsson (aka Guðmundur Þorsteinsson) – Í Ríó Banba (1936)
Hallbjörg Bjarnadóttir – Jeg har elsket dig, så længe jeg kan mindes (1938)
Elsa Sigfúss – På en Bænk ved Bækken (1938)
Björn R Einarsson og hljómsveit – Christofer Columbus (1948)
Ragnar Bjarnason – Í faðmi dalsins (1954)
Ingibjörg Þorbergs – Nótt (1954)

Ólafur er með HEIMASÍÐU ÍSLENSKU 78 SNÚNINGA PLÖTUNNAR þar sem má t.d. sjá lista yfir allar útgefnar íslenskar 78 snúninga plötur. Ólafur skrifaði ritgerð til B.A.-prófs um þetta mál sem má hlaða niður hér í pdf formi: „Íslenzkar Gramóphón-plötur“ Upphaf hljóðritunar og saga 78 snúninga plötunnar á Íslandi 1910-1958.

Í kasti með Pink Street Boys

10 Apr

Hey! Hér er fyrsta (og síðasta?) Í KASTI MEÐ DR. GUNNA. Gestir þáttarins eru Jómbi og Axel úr PINK STREET BOYS, besta bandinu á Íslandi í dag. Við röflum um hitt og þetta í æsandi spjalli og svo kemur lag af nýju plötunni sem er alveg að fara að koma út.