Sarpur | Blaðaúrklippa RSS feed for this section

Reykvískt djamm 1961

9 Des

Árið 1961 birtist í Heimilispóstinum frásögn Steingríms ST. TH. Sigurðssonar af reykvísku djammi. Lítið hefur breyst síðan þá. Illa klætt fólk vafrar enn á milli staða í nepju og viðbjóðslegu veðri, en kannski hefur bjórinn aðeins minnkað hellunina. Dyraverðir eru enn jafn fautalegir þegar þannig er gállinn á þeim. Hér kemur frásögnin – 54 ára gamall djammdraugur. Lídó (höfuðstöðvar 365 í dag), Klúbburinn (Hótel Cabin í dag), Röðull (Ruby Tuesday Skipholti) og Vetrargarðurinn (var í Tívolí í Vatnsmýrinni – sirka þar sem Decode er í dag) eru djammstaðirnir. Steingrímur kemst að því að Vetrargarðurinn sé besta pleisið.

veislulok
hringras
djamm1
mynd1
djasmm2
myn2
djamm3
djamm4
öllumhleyptin
djamm5

ungumgesti

Dansari deyr

9 Jún


Gömludansameistarinn Gunnlaugur Guðmundsson hefur vakið athygli á vefnum fyrir þetta reffilega spjall sem hann átti við Helga Pétursson 1976. Gunnlaugur lætur allt flakka og er leiður yfir því sem hann telur vera hnignun gömludansanna. Í viðtali við Dagblaðið sama ár er hann á sömu nótum og er hundfúll út í „toppfígúrur“ sem eru að skemma gömlu dansana.
toppfigurur
Maður skyldi ætla að maður eins og Gunnlaugur væri fullur sjálfstrausts og ekki týpan til að ganga í sjóinn, en ekki er allt sem sýnist og allsstaðar einhver harmur á bakvið grímuna. Magnús Þór Hafsteinsson benti mér á það í framhaldi af bloggi mínu um örlagasögu Björns Braga að Gunnlaugur hafi skömmu eftir hið reffilega sjónvarpsviðtal horfið og síðan fundist látinn. Dánardagur hans er 26. nóvember 1976.
leithafin
gunnl

Þá veistu það.

Höfundur Hvítu máva drukknaði

8 Jún

bjornbragi
Í gær var Sjómannadagurinn og því heyrði maður auðkennislag Helenar Eyjólfsdóttur, Hvítu mávar, allnokkuð í útvarpinu. Lagið kom fyrst út árið 1959 á 4-laga lítilli plötu með Helenu sem Íslenzkir tónar gaf út – Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu. Lagið er eftir Walter Lange, líklega vinsæll evrópskur vals (sem ég nenni ekki að fletta upp), en textann gerði Björn Bragi Magnússon. Hann gerði líka textann við tvö önnur lög á þessari plötu og átti nokkra aðra söngtexta á þessum árum (hann er til að mynda skrifaður fyrir Skapta ÓIafs-smellinum Allt á floti ásamt Gunnari Reyni Sveinssyni og Jóni Sigurðssyni). Hvítu mávar er hans þekktasti texti.

Lagið lifir von úr viti. Helena syngur þetta æðislega en textinn er líka góður. Setningin „Ég vil að þú komir og kyssir, kvíðan úr hjarta mér“ er sterk. Kannski var þetta í fyrsta skipti sem sungið var um kvíða í íslensku popplagi. Ekki sérlega vinsælt yrkisefni enda allir svo inn í sig og það mátti ekki tala um tilfinningar á þessum tíma. Tilfininingalíf landans var hulin bók, ekkert upp á borðum nema grímur en bakvið glansmyndina grasseraði allskonar viðbjóður, sbr. meðferð á krökkum á stofnunum. Blessunarlega er annað upp á teningnum í dag, eins og til dæmis þessi flotti pistill eftir Jóhann Óla Eiðsson ber vitni. Við erum ekkert nema tilfinningar og ekki sniðugt að loka þær inn í skáp.

En hver var þessi Björn Bragi, höfundur Hvítu máva? Þessi strákur hefur lengi vakið hjá mér áhuga af því örlög hans urðu svo hefí. Hann drukknaði þegar hann var 23 ára, að því virðist í tvöfaldri sjálfsmorðs-ferð. Ég tek það fram að ég veit ekkert um málið. Ég dreg bara mínar ályktanir af gömlum blaðagreinum. Ég hef aldrei talað við neinn sem þekkti Björn og gæti varpað ljósi á málið. Helena veit ekki neitt og kom af fjöllum þegar ég spurði hana að þessu.

Björn Bragi var prentari og dútlaði við ljóðagerð. Hann var sonur Magnúsar Ástmarssonar, forstjóra Gutenberg og vann í prentsmiðjunni eftir nám. Það komu tvær ljóðabækur út eftir hann: Hófatak 1956 og Dögg í grasi 1958. Oftast orti Björn Bragi í bundnu máli en stundum abstrakt, eins og til dæmis í þessu dapurlega kvæði:

Allt líf mitt
hef ég leitað þín gleði,
en aldrei fundið þig.
Aðeins eitt andartak
hefur ásýnd þín birzt mér
þegar sorg mín varð til.

Það var í maí 1963 sem ógæfan brast á. Björn Bragi og Jón Björnsson, tvítugur skristofumaður, stálu neglulausri trillu (negla skilst mér að sé einskonar tappi í botni báta, sé neglan ekki á sínum stað lekur smám saman inn á bátinn þar til hann sekkur), hentu stýrinu í land og sigldu frá landi. Hver var pælingin? Sjálfsmorðsferð? Voru þeir orðnir fullsaddir á að geta ekki opinberað samkynhneigð sína og ást og tóku því til þessara ráða? Eða voru þetta bara tveir listrænir strákar á megabömmer yfir lífinu  og engin samkynhneigð í kortunum?

Þeir virðast ekki hafa verið í ölæði því svona er lýsingin á ferðum þeirra fyrr um kvöldið: Jón hafði nýlega fengið sér herbergi til afnota annars staðar í Reykjavík, en síðar kom í l’jós, að hann fór ekki þangað. Sömu nótt varð heimafólk í Granaskjóli 26 vart við heimsökn til Björns Braga. Björn fór út með gestinum og hefur ekki sézt síðan, en enginn í húsinu vissi hver komumaður var. Þeir Jón og Björn voru félagar og er því talið sennilegt, að það hafi verið Jón, sem kom að vitja hans.

2mennhverfa

Leitað var næstu vikur.

týndir ennúlpa

Eftir mikla leit um mánuði eftir að strákarnir sigldu út á haf fundust líkin sjóreknir í fjörum nálægt borginni. Björn var jarðaður 21. júní 1963. Rósa B. Blöndals, skáld og kennari, skrifaði mikla minningargrein í Alþýðublaðið, sem fjallaði aðallega um ljóð Björns. Eitt og annað má þó lesa á milli lína.

Þá veistu það næst þegar þú heyrir Hvítu mávana.

Viðbót: Walter Lance mun vera dulnefni hjá Gustav Winckler, en hér er hann að syngja Hvide mage.

Helgi og tollsturlunin

31 Jan

Íslenskt tollalöggjöf er sturluð. Þar er leitast við að tolla og skattleggja hvaða snifsi sem eyjaskeggjum berst í pósti frá hinum vafasama og sóttargrasserandi umheimi. Það er stundum talað um að það eigi að liðka eitthvað til á þessum vettvangi en ég veit ekki hver staðan er. Myndlistamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson fékk bók frá vini sínum og lenti í toll-stappi við DHL. Þetta er án efa það besta í blöðunum í dag og endurbirt hér því greinin birtist í Mogganum og það undergránd blað sér nánast enginn.
helgi-toll

Kvikmyndadómar Haraldar Jóhannssonar

26 Des

Bestu kvikmyndadómar sem birst hafa á Íslandi voru eftir Harald Jóhannsson (1926 – 2002), hagfræðing og kvimyndaáhugamann. Þeir birtust í Alþýðublaðinu á 10. áratugnum þegar Hrafn Jökulsson ritstýrði blaðinu. Þegar maður sá Harald á götu tók maður eftir því enda var hann svo auðþekkjanlegur: beinvaxinn og broddaklipptur í gráum rykfrakka. Þegar maður sá hann á bókasafni vakti hann athygli manns með því að lesa í gegnum stórt stækkunargler. Hér er nokkrir dómar eftir Harald:
dd
diehard
fargo

Rás 2 selur gistirými

12 Des

Mikið er nú skrifað og rætt um Ríkisútvarpið, hlutverk þess, framtíð og bla bla. Mest orkan fer í að verja Rás 1, sem er eðlilegt eftir uppsagnarhrinuna þar. Ég tek alveg undir það allt saman. Minna hefur orðið vart við stuðning við Rás 2 og svona helst ýjað að því að það mætti alveg útvista poppgargið annað. Nú er Rás 2 ekki hafið yfir gagnrýni og fullt af hlutum sem mætti þar betur fara, en yfir það heila finnst mér stöðin á góðri siglingu. Svona apparat er hreinlega lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt popp. Ég skrifaði þess vegna grein sem Fréttablaðið birti í dag.
rás2drgfbl
(Smella til að stækka)

Æskan

24 Nóv

„Í þessu húsi fór æska hans fram“ ‎– sagði þulur eftirminnilega í einhverri rússneskri heimildarmynd sem sýnd var í MÍR. Ég var reyndar ekki á þessari sýningu en Biggi Baldurs sagði mér frá þessu. Það var einhver Íslandssjúkur Rússi sem las yfir myndina á sérkennilegri íslensku og þessi setning var einn af hápunktunum.
Æska mín fór fram á Álfhólsvegi 30a. Ég bjó þar alltaf þar til ég flutti út og til Rvk 1988, held ég. Kópavogur er samt minn andlegi heimabær – ræturnar. Ég hef lesið ógrynni af ævisögum og þær byrja yfirleitt á æsku viðkomandi viðfangs. Öllum finnst æska sín frekar spennandi og sjá hana í roða. Nema náttúrlega þeir óheppnu sem bjuggu við harðræði í félagsskap vondra manna.
Æska fólks líkt og draumar þess eru þannig að manni (þ.e.a.s. mér) finnst ekkert skemmtilegt að heyra fólk tala um það. Ég sóna út þegar fólk byrjar að röfla um það hvað það dreymdi í nótt og ég les mjög hratt yfir æsku-upprifjanir í ævisögum – þá skautar maður yfir æskuna til að komast í aðalstöffið.  Öðru máli gegnir þó um hreinar og beinar uppvaxtarsögur. Þær eru margar góðar,  t.d. bernskusögur Guðbergs og Jóns Gnarrs bækurnar.
Fólki finnst sínar eigin draumfarir rosa merkilegar og spennandi (eðlilega) og halda að æskuupprifjun þess í bókum snerti einhvern sammannlegan streng – sem það gerir eflaust hjá mörgum. En ekki mér.
En allavega. Að þessu sögðu langar mig að birta hér eigin æsku-upprifjun sem birtist í blaðinu Kópavogsblaðið í nóvember 2011. Það hefur að sjálfssögðu enginn áhuga á þessu nema í mesta lagi fólk sem ólst upp í Kópavogi á svipuðum tíma. Og mér, sem finnst þetta rosalega gott og merkilegt. Í nótt dreymi mig…
KB-NÓV-11_Page_12
Smelltu á myndina ef þú nennir að lesa þetta.

Leoncie 1982

12 Jún

leoncie82
Tíminn birti fyrsta viðtalið á Íslandi við Leoncie Mariu Martin 15 október 1982. Hún virtist bara nokkuð sátt við land og þjóð. Síðan hefur, hóst, nokkuð vatn runnið til sjávar.

Tíu ísbirnir í Skerjafirði

12 Sep

Það var svaka næs að fara í norska sirkusinn Agora sem kom hingað með tjald og sirkus-sígauna og allt og hélt sýningar við Smáralind um vorið 2008. Svo las maður þetta um haustið:

Sukkið hafði víða áhrif.

Það mættu nú alveg fara að koma fleiri sirkusar hingað. Nokkrir hafa komið í áranna rás en líklega enginn sem var eins stórfenglegur og hinn sænski Circus Zoo, sem kom á vegum SíBS árið 1951. Þá voru reglur liðlegri varðandi dýrahald og sirkusinn kom með um 20 dýr með sér – hálfvaxinn 1800 kílóa fíl, fjögur ljón, þrjá skógarbirni, nokkra apa og síðast en ekki síst tíu ísbirni.

Það var hinn 18 ára dýratemjari Henry Pedersen sem hafði stjórn á björnunum. Gríðargóð aðsókn var að þessu enda væri maður ekki lengi að fá sér miða ef maður sæi svona lænöpp auglýst (smelltu á auglýsinguna til að stækka hana):


Hér er svo einhver sirkussíða út í bæ þar sem má sjá fleiri gullfallegar myndir af „sænsku“ ísbjörnunum í aksjón.

Svo eru menn eitthvað að flækja það fyrir sér að fá einn vesælan ísbjörn í Húsdýragarðinn!

Ég elska þig, Alfreð Flóki

15 Apr

Í Samúel og Jónínu birtist árið 1971 mjög hressilegt viðtal við málarann Alfreð Flóka (1938 – 1987). Eins og sjá má hafði hann allt aðrar skoðanir á flestu en samtímamenn og tjáði sig óhikað. Flest sem hann segir í þessu viðtali myndi í dag kalla á froðufellandi fordæmingu í kommentakerfum og á Fb. Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon (sem var happening dude á þessum árum) tók myndirnar. Góða skemmtun (smellið á myndirnar til að fá þær stærri).