MANNGÆSKAN Á ÍSLANDI

29 Ágú

981706
Nú er von maður spyrji: Afhverju þarf Ísland að vera svona mikið Fasista- og Fávitaland? Er þetta lögmál sem við náum aldrei að sigrast á? Er enginn séns á breytingum?

Við erum bara 330.000 + sirka 2.000.000 ferðafólk á árs basis. Við búum við ótrúlega góð skilyrði á sjó og landi, ættum hreinlega að vera öfunduð af öllum heiminum fyrir að búa í vestrænni paradís. (Utan ramma er blessað veðrið – mér sýnist það vera ok í dag)

Auðvitað þarf fleiri hendur á dekk til að sinna öllu sem sinna þarf. Það er bullandi góðæri, krónan sterk svo við getum farið a.m.k. þrisvar til útlanda á ári með þokkalegri samvisku, keypt gott kaffi, keyrt um á glænýjum bíl og valið á milli eðalkosta í mat og drykk. Takk Costco! Takk allir þessir nýju staðir sem spretta upp eins og gorkúlur þökk sé fólksfjölguninni – Túristarnir eru vinir okkar, munið það.

En samt, SAMT, þarf alltaf allt að vera glatað. Nei nei, auðvitað ekki allt, og ekki alltaf, fólk er að gera sitt besta (skulum við vona), en samt er eins og enginn nenni í pólitík nema siðblindir skíthælar sem vilja hanga í gömlu XD/XB helmingaskiptareglunni og mata sjálfa sig við “Kjötkatlana”. Sorrí með klisjulegt orðalag, “Kjötkatlar”; en klisjur eru klisjur af því þær eru staðreynd.

Allavega: Þrátt fyrir allar forsendur fyrir paradísarlegri góssentíð er alltaf einhver viðbjóður á herðum okkar, og ef það er ekki rugl, augljós spilling og Mannanafnanefnd (eða það nýjasta: Hestanafnanefnd!) þá er það Útlendingastofnun, sem er eins og ríki í ríkinu. Og þá meina ég The Third Reich.

Nýjasta ógeðið sem Útlendingastofnun er nú að bjóða upp á hefur blaðamaður Moggans, Ingileif Friðriksdóttir, skrifað um á síðustu dögum. Síðast í gær, FJÖLSKYLDAN VERÐUR SEND ÚR LANDI og áður á föstudaginn, SEGJA DAUÐANN BÍÐA SÍN Í HEIMALANDINU.

Í stuttu máli segir tölva Útlendingastofnunar NEI og bætir við ÞIÐ VERÐIÐ AÐ DEYJA EÐA ÞJÁST ÞVÍ TÖLVAN SEGIR BARA NEI. Kannski veit ég ekki allt sem Hugo Boss-dressaðir starfsmenn Útlendingastofnunar vita. Kannski er pabbinn Sunday Iserien einhver voðalegur ISIS-öfgamaður og jafnvel morðingi, og mamman, sem heitir því kaldhæðnislega nafni Joy Lucky, einhver ægilegur skúrkur, en Hey! Dóttirin Mary er bara átta ára og hefur, að því ég best veit, ekki verið staðin að því að mæta með sprengjubelti í skólann.

Já auðvitað, hvernig læt ég. Þau eru dökk. Og kannski gyðingar líka? Íslandssagan sýnir að Kjötkatla-siðblindingjar fortíðar hafa alltaf gert sitt besta til að þvo hendur sínar af blökkumönnum, sent gyðinga út í opinn dauðann og síðast en síst, níðst á erlendu farandverkafólki, sem er að hjálpa til við að rústa landinu og svona, svo einhver kokteilapartí-kunningi græði aðeins meira – “Ekkert að sjá hér: Haldið bara áfram að taka myndir af matnum ykkar og grínast. Útlendingastofnun er með þetta undir kontról.”

Eitthvað hlýtur það að vera. Ég bara trúi því ekki að hjá þessari bévítans Útlendingastofnun starfi svo sálarlaust og siðblint fólk að það ætli bara sí svona að draga fólkið á náttfötunum út um miðja nótt til þess eins að rústa lífi þess enn og aftur. Kannski með fulltingi undirborgaðra og undirmannaðra lögreglumanna sem skammast sín fyrir land og þjóð og þurfa örugglega áfallahjálp eftir að hafa horft upp á aðfarirnar – og staðið fyrir þeim.

En (svo ég endi þetta alvörumál á kaldhæðnislegan máta): Sunday, Joy Lucky og Mary, átta ára, eru náttúrlega hvorki heimsmeistarar í skák, góð í handbolta (þá skipti litarhaft ekki máli) eða ruglaður maður frá Georgíu sem lærði skiljanlega íslensku upp á sitt einsdæmi og fékk því VIP meðferð með einu pennastriki Davíðs Oddssonar (eða hver sem það var) og urðu Íslenskir ríkisborgarar over night.

Ég er Íslendingur. Ég skammast mín fyrir þetta allt saman. Ef þú ert ekki algjör fáviti ættir þú að skammast þín líka.

PS: Nenni ekki að hlusta á “E gamla fólkið á Íslandi, geðveika fólkið og atvinnulausa fólkið (ef það er þá eitthvað atvinnulaust fólk ennþá til í góðærinu?)”-”svör”. Það er önnur umræða, önnur lota í verkefninu ÍSLAND BEST Í HEIMI 2020.

Ítarefni: Angela Markel er alvöru manneskja, ekki sálarlaust nasískt vélmenni – þótt hún sé þýsk.

4 svör til “MANNGÆSKAN Á ÍSLANDI”

 1. Hermann ágúst 29, 2017 kl. 3:06 e.h. #

  Algjörlega sammála þér. Manni ofbýður stundum mannvonskan.

 2. Jón Valur Jensson ágúst 29, 2017 kl. 3:38 e.h. #

  Minn kæri Gunni, við erum hvorki fávitar né fasistar, þótt hér séu ákveðnar reglur í gildi um innflytjendur til landsins, og fólkið í ÚTL er ekki með starfslegt frelsi til að haga framkvæmdinni eftir eigin höfði; og þetta er ekki spurning um einhverja hugmyndafræði þess fólks, hvað þá mannfyrirlitningu. En af því að þú ert að gagnrýna þessi mál og af því að ég veit að þú vilt vel, má ég til með að spyrja þig: Hvernig viltu að reglurnar séu? Varla viltu, að Ísland eitt ríkja í Norður-Evrópu taki upp No Borders-stefnu, enda væri hún þá fljót að spyrjast út, og væri henni framfylgt, fengjum við örugglega 10–20.000 nýja innflytjendur á hverju ári, ef ekki fleiri. HVAR VILTU SETJA MÖRKIN? ––Blessi þig.

  • drgunni ágúst 30, 2017 kl. 12:20 f.h. #

   Kæri sundlaugafélagi. Mörkin já, það er þér efst í huga þegar á bókstaflega að drepa ÞETTA fólk. Ókei, þú um það.
   Mörkin eru klárlega of lág eins og er en ég er samt ekki að segja að þau eigi að vera bara komið komið! Við erum ekki USA um aldamótin 1900. Klárlega ekki. Ég játa að ég hef nú bara ekki hugsað þetta alla leið, enda um nóg annað að hugsa, en hvað segirðu um 1000 á ári. Of mikið? 500? Þú ert alltaf á spá í þessu og ættir að hafa töluna góðu.
   Vinkona vor Merkel er ansi hress í þessu og Jón Gnarr reiknaði út að miðað við hana ættum við að vera með 6000 mv höfðatölu, ss síðan allt var opnað upp á gátt í gamla þriðja veldinu.
   Niðurstaða í lok dags sem sé: Miklu fleiri og miklu betur að verki staðið auðvitað – Að sögn flæðir hér allt í peningum og þeir fara hvert að mestu? Í vasana á þeim sem véla um allt á bakvið tjöldin. Alltaf sama sagan.
   Þetta er flókin heimsmynd jadda jadda og kynblöndun í gegnum aldirnar hefur bjargað því sem bjargað verður. Ef við værum bara hérna, afkomendur 800-1000 ára liðsins, er ég ansi hræddur um að stofninn væri farinn að þynnast ansi illa.
   Sofa! Potturinn síðar.

   • Jón Valur Jensson ágúst 30, 2017 kl. 1:07 e.h. #

    Þakka þér fyrir svarið. Ertu þá sjálfur að leggja til á bilinu 500–1000 á ári? (fremur en tölur Gnarrs). Merkel ætlar sér nú örugglega ekki að taka við milljón innflytjendum á ári hverju, í 1. lagi kæmist hún aldrei upp með það gagnvart eigin kjósendum, og í 2. lagi var þetta mikla innstreymi árið 2016 miðað við hræðilegt borgarastríðsástand í Sýrlandi, þar sem nú er að komast á friður og menn hverfa þangað aftur heim í tug- eða hundraða þúsunda tali, 4.000 á dag frá Tyrklandi, svo að dæmi séu nefnd.*
    Varðandi lífsöryggi þessarar fjölskyldu frá Nígeríu, er nokkuð vitað um að nokkur þar eigi vantalað við móðurina og barnið? Nígería er geysistórt land, níu sinnum stærra en Ísland, og ef maðurinn átti fótum sínum fjör að launa að komast t.d. frá einhverjum óðum öfgamúslimum, ætti hann væntanlega að geta setzt að í kristnum byggðum án lífshættu. Og á þetta hefur Útlendingastofnun væntanlega lagt sitt mat.
    Takk fyrir spjallið.
    * http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/2201365/#comment3669675

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: