Venju samkvæmt kemur hér persónulegur Bestu plötur ársins 2016 listi ársins. Líklega er ég að gleyma einhverju. Þetta er svona það sem ég hlustaði mest á og fílaði best.
- Emmsjé Gauti – Vagg & velta
- Reykjavíkurdætur – RVK DTR
- Benni Hemm Hemm – Skordýr
- Bambaló – Ófelía
- Tófa – Teeth Richards
- Snorri Helgason – Vittu til
- Cyber is Crap – EP
- Suð – Meira suð
- Amiina – Fantomas
- GKR – GKR
- Ýmsir – Myrkramakt II
- Mugison – Enjoy!
Ég hlustaði líka á og fílaði eitthvað erlent – aðallega er þó gripið í hitt og þetta og ekki alveg haft tíma og athygli fyrir heilar plötur. Því get bara gert helmingi minni lista.
- Solange – A seat at the table
- The Avalanches – Wildflower
- Savages – Adore Life
- Anna Meredith – Varmints
- Pavo Pavo – Young Narrator in the Breakers
- Car Seat Headrest – Teens of Denial
Allt í allt var 2016 frekar tíðindalaust ár. Rappið náttúrlega í fínni uppsveiflu – mest að gerast þar – rokkið eins og eitthvað gamalt hjakk og lítið spennandi þar. En það eru breytingar í vændum, held ég. Ég hef fulla trú á að 2017 verði sterkt ár í músík.
Færðu inn athugasemd