Miðað við dv.is og vísi.is var gríðarlega mikið um að einhver hjólaði í einhvern á þessu ári. Það mætti halda að 2016 væri hjól ársins, svo mikið voru menn og konur að hjóla í einhvern. Til upprifjunar eru hér nokkrar íhjólanir-ársins.
Björn Bjarnason hjólaði í Fréttablaðið (í dag)
Ingó hjólaði í Iceland Airwaves
Höskuldur hjólaði í Sigmund Davíð
Donald Trump hjólaði í allt og alla
Eiginkonan úr King of The Queens hjólaði í Vísindakirkjuna
Piana hjólaði í Söru Heimis
Guðjón Þórðarson hjólaði í KR
Einar Mikael töframaður hjólaði í Listamannalaunin
Páll Óskar hjólaði í Franklin Graham predikara
Helgi Hrafn hjólaði í Gústaf Níelsson
Karl Th hjólaði í Jónas Kristjánsson
Karl Th hjólaði líka í Gunnar Smára, Illuga og Eirík Jónsson
Vilhjálmur Birgisson hjólaði í Gylfa Arnbjörnsson
Kári Stefánsson hjólaði í ýmsa, þar á meðal Dag og Bjarna
Benedikt Viðreisn hjólaði í Frosta á Xinu
Árni Johnsen hjólaði í Ragnheiði Elínu
Sértakur hjólaði í Glitni
Sigurður Einarsson hjólaði í Eirík Jónsson
Skúli í Subway hjólaði í Fríhöfnina
Jón Gnarr hjólaði í Davíð Oddsson
Logi Bergmann hjólaði í „fýlupoka“
Benedikt Bóas hjólaði í umfjöllun Símans
Björgólfur hjólaði í Stundina
Þórunn Antónía hjólaði í Bubba
Heimspressan hjólaði í Sigmund Davíð
Forstjóri SS hjólaði í næringafræðinga
Sema Erla hjólaði í Bítið á Bylgjunni
Ásmundur hjólaði í Þórð Snæ
Björn Valur hjólaði í Ólaf Ragnar
Þetta er nú bara brot af þeim íhjólunum sem DV og Vísir buðu upp á í ár, en einnig má geta þess að Guðni Th hjólaði í leikskólann og ung stúlka hjólaði fyrir bíl.
Færðu inn athugasemd