Tilraun til ógæfu

5 Nóv

Ég reyndi að hella mig smá í gær, gekk ekki nógu vel, sem betur fer. Forsetapartí kl. 17. Forsetahjónin eru alveg frábær, svaka loose á því og hress og eðlileg. Konur á þönum helltu í mig tveimur kampavínsglösum svo ég var blindfullur þegar ég keyrði í bæinn. (Djók).

Hékk svo á Gauknum framan af. Náði einu lagi með Skelk í bringu sem er geðveikt band. Sturtaði nokkrum bjórum í mig en svissaði svo í eitthvað almennilegt, vodkaredbull. Strákarnir í Pink Street Boys voru einna hressastir þarna í sullinu. Konsulat er fínt stöff sem Þórður Grímsson og Kolbeinn Soffíuson eru með. Næs instrumentalismi með vísanir í Martin Denny og Kraftwerk. Fín platan þeirra.

PSB drógu mig á einhvern nýjan fancy stað, Pablobar, en þeir fengu ekki að fara inn, það var bara eitthvað lið að éta þarna. Ég dró þá á Austur sem er hnakkastaður með fullu liði að dansa við eitthvað saxófón-house. Gott grín.

Aftur á Gauk. Sá aðeins Idles sem eru Bretar með 1900-skegg að spila hardcore. Ágætis drasl. Beliefs voru á Iðnó en alltof slów eitthvað svo ég nennti þeim ekki og reyndi að hella upp á mig í heimahúsi. Það var samt game over, ég var ekkert að komast í stuð, líklega af því ég tók pásu á milli forsetakampavínsins og fyrsta bjórs á Gauknum. Datt aldrei í almennilega ógæfu. Fór aðeins á Prinspóló í Gamla bíó. Prinsinn og Árni FM tóku arena-útgáfur af hitturum. Fínt en ég fíla bandið betur. Nennti ekki að bíða í röð á Hlölla svo ég gekk heim og nú er ég hér kl. 08:12 ótimraður og til í nýjan dag. Þar eru meðal hápunkta hinir finnsku PKN á Gauknum 23:30 og Dr. Spock og Ensími í Hard Rock kl. 22.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: