Gott stöff að Westan

28 Okt

mugison-enjoy
Enjoy!, nýja platan með Mugison er tilbúin og listamaðurinn stefnir á að koma henni út í næstu viku, á fimmtudaginn. Enjoy! fylgir eftir hinni ofutvinsælu plötu Haglél sem seldist geðveikislega mikið 2011, svo mikið að Mugison var maður ársins eftir ókeypis tónleika í Hörpu og viðamikla tónleikaröð um allt land.

Enjoy! er á ensku og er níu laga rólegheitaplata þar sem lögin vinna á við hverja hlustun og skríða inn í taugaendana á þér eins og feitur köttur sem leggst í bæli með rjómaskál. Kötturinn rís þó upp við dogg við og við, eins og í lögunum Hangover og I’m a Wolf. Hin lögin heita Deliver, Please, Who Would I Be Holding Tight, Tipsy King, Pissing In The Wind, Climbing Up a Dream og Lazing On. Pottþétt plata hjá Mugison = Þú kaupa.

a0909601015_10
Rythmatik hafa gefið út Waves, fimm laga plötu, sem m.a. má nálgast á Bandcamp. Þetta er önnur platan þeirra, Epilepsy kom út í fyrra. Á Waves halda strákarnir áfram að þróa sitt enskusungna gítarrokk með sannfærandi árangri. Á dögunum var bandið læf á Rás 2 og tóku þar Óla Hundaóla af Abbababb. Salóme Katrín Magnúsdóttir söng með. Hér er frábær rokk-Óli:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: