Hér er myndin sem „allir“ eru að tala um: HyperNormalisation eftir Adam Curtis. Ég skrölti í gegnum þessa næstum þriggja tíma yfirferð um atburði sem leitt hafa til þess ástands sem við erum í í dag. Það hefði nú alveg mátt skera myndina niður, en þetta er engu að síður nokkuð hryllileg lýsing á nútímanum – Við erum peð sitjandi fyrir framan spegla. Nú er ég snarlega hættur á Facebook. Nei, þá missi ég af „öllu“.
Hér er stutta útgáfan, sem er eiginlega sterkari.
Færðu inn athugasemd