John Lydon opnar Pönksafnið

20 Okt

gilli-kover-rotten
Það er sjálfur John Lydon – áður Johnny Rotten – sem mun opna PÖNKSAFN ÍSLANDS þann 2. nóvember næstkomandi. Hvílíkur heiður! Hvílík snilld! John er frægasti pönkari heims og því tilvalið að fá hann til að klippa á keðjurnar þegar safnið opnar. Fyrir þá sem ekki vita var John söngvari Sex Pistols, og síðar PIL, og PÖNKSAFN ÍSLANDS er safn sem heiðrar og hyllir það besta í íslensku rokksögunni og verður til húsa að Bankastræti 0, gamla kvenna „Núllið“ (áður klósett).

John mun lesa úr verkum sínum í safninu, en hann kemur líka fram á ljóðakvöldi Airwaves, Airwords, í Kaldalóni fimmtudagskvöldið 3. nóv. Þar mun John stíga á svið á eftir engum öðrum en Bubba Morthens. Er þetta ekki of gott til að vera satt!?

Vísir um málið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: