Tíu heitustu böndin á Airwaves

17 Okt

Já Gurra mín, nú styttist í gleðina. Tvær vikur í Airwaves og ekki seinna vænna en að reyna að átta sig á „möst-síunum“ sem Grímur og kó bjóða upp á í þetta skiptið. Hér eru 10 heitustu erlendu atriðin, skv. Greiningardeild bloggsins.

The Sonics. Ævagamalt bílskúrspönk frá Washington-fylki. Allir ættu að fíla gamla slagara eins og Strychnine og Psycho, en svo snéri bandið aftur í fyrra og gerði eina bestu kombakk plötu sögunnar (því almennt eru nýjar plötur með gömlum goðsögnum algjört drasl). The Sonics verða í Silfurbergi á fimmtudagskvöldið.

Pertti Kurikan Nimipäivät (PKN). „Sérstöku“ finnsku meistararnir eru eins og komið hefur fram á leiðinni og ætla að pönka úr þér líftóruna; á Gauknum á laugardagskvöldið og í Iðnó á sunnudaginn á milli 17-18:30 (frítt inn þar – ekkert armband nauðsynlegt).

Julia Holtier. Amerísk tónlistarkona sem sló í gegn í fyrra með fjórðu plötunni sinni, Have You in my Wilderness. Flott gáfukvennapopp. Spilar í Listasafninu á fimmtudagskvöldið.

Kate Tempest. Enskt skáld og rappari. Let Them Eat Chaos er fyrsta platan. Mjög gott stöff. Kemur fram í Gamla bíói á laugardagskvöldið.

Fews. Krautað rokk frá Svíþjóð/Ameríku. Fyrsta platan kom út í sumar. Spila á Gauknum á föstudagskvöldið.

Warpaint. Frá LA og hafa gert þrjár plötur, sú nýjasta Heads Up kom út fyrr á árinu. Spila á föstudagskvöldið í Silfurbergi.

Santigold. Strax á eftir Warpaint mætir Santigold á svið Silfurbergs. Hún hefur alltaf minnt mig á poppaðri útgáfu af M.I.A., svona kraftköggull með „heimstónlistar“-áhrif í smurðu poppinu.

Pavo Pavo. Þokukennt skýjapopp frá yfirskeggjuðum hipsterum frá Brooklyn. Kunna alveg að búa til fín lög svo þeir mega vera hipsterar með skegg mín vegna. Spila í Iðnó á föstudagskvöldið.

PJ Harvey. Eitt stærsta númerið á Airwaves í ár. Sló í gegn 1992 með fyrstu plötunni sinni, Dry. Var stillt upp með Björk og Tori Amos sem bjargvætti poppsins. Stundum kölluð kvenkyns Nick Cave. Ellefta platan The Hope Six Demolition Project kom út fyrr á þessu ári. Spilar í Valshöllinni á sunnudagskvöldið. 

Idles. Enskir drullupönkarar sem hafa gefið út nokkrar EP. Lofa góðu sjói. Spila á eftir PKN á Gauknum á laugardagskvöldið.

Die Nerven. Bullandi níhilistar frá Stuttgard. Þrjár plötur komnar. Svartklæddir og syngja á þýsku. Póstpönka á Húrra á fimmtudagskvöldið (Hörkulænupp þar, Pink Street Boys, Ham, Dr. Spock).

 

 

 

Eitt svar til “Tíu heitustu böndin á Airwaves”

  1. Viðar október 18, 2016 kl. 3:47 e.h. #

    Takk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: