Fjórar fínar

12 Okt

Fólk er enn að gefa út albúm þótt allt sé í upplausn í útgáfumálum og enginn viti í hvern fótinn hann á að stíga.

Q3 er nýr diskur með hinum öldnu pönknýrómantíkurum í Q4U. Þau hafa engu gleymt og ekkert lært, sem er fínt!

Tinnitus Forte er komin á stjá. Plata Kroniku heitir það og bandið  er eins og kunnugt er skipuð þremur metalstrákum og Tinnu, sem einnig er í Rvk Dtr. Músíkin dáldið eins og RATM, en skýr textaframburður og and-málmslegt textainnihald gerir gæfumuninn. Platan er á Spotify en á leiðinni í búðir í „veraldlegu formi“ eins og þau kalla það.

Meira suð, önnur plata hljómsveitarinnar SUÐ er komin á brakandi vinýl. Nett indie og pönk. Líka á Spotify.

cuaxt8lwcae9vbd-1-jpg-large
Þá er Vagg og velta Emmsjé Gauta komin út á hjúkkuhvítum vinýl og fer þar með í fínan flokk íslenskra hljómplatna sem komu á hvítum vinýl; False Death með Fræbbblunum (7″), Og dýrin í sveitinni með JFM (10″) og fyrsta Skálmöld LP. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: