Ísland er besta land í heimi

24 Sep

Ísland er besta land í heimi samkvæmt könnun sem Bloomberg hefur birt. Fast á hælana koma Svíþjóð og Singapore. Er það ekki þar sem fólk er fangelsað fyrir að hrækja tyggjói á götuna, eða er það kannski bara flökkusaga (nenni ekki að gúggla)?

Þessar niðurstöður eru svo sem í anda þess sem maður hefur ímyndað sér. Ísland er alveg fínt sko, og það getur meira að segja orðið betra. Bara laga það sem vantar upp á: Að fólk lepji ekki dauðann úr skel, að heilbrigðiskerfið sé gott, að menntun sé á parti við það besta og það að fara í nám sé ekki þrautarganga fátæktar og basls. Síðari tíma mál eru að malbika alla þjóðvegi, tvöfalda leiðina í báðar áttir frá Rvk til Ak og Hafnar, uppræta frændhygli og kvótakónga, o.s.frv. Nú og fá nýja stjórnarskrá. Mér sýnist upplagt tækifæri til að leggja lóð á þessa vigt eftir mánuð þegar þú kýst Pírata. Eða VG eða Viðreisn ef þú endilega vilt. Mér lýst svo sem ágætlega á allt þetta dót, en best á Pírata. Mér finnst svo Sigurður Ingi ágætur líka og gamla Framsóknar-línan, ef ekki væri fyrir mafíósana sem sett hafa ljótan blett á gömlu sveitarómantíkina. Allavega allt annað en status quo, sem var reyndar fínt band í sexunni og snemma í sjöunni. En svo misstu þeir það og komu með In the army now.

4 svör to “Ísland er besta land í heimi”

 1. pocketguy september 24, 2016 kl. 8:38 f.h. #

  (Lesist með rólegri rödd, enginn æsingur hér!)

  Hvaða fólk lepur dauðann úr skel? Ætli það endi ekki eins og danski sósíalistaflokkurinn sem gat ekki fundið einn raunverulega fátæka dana þrátt fyrir mikla leit í byrjun áratugarins.

  Hreinskilningslegara væri bara að segja: Við viljum taka peninginn frá fyrirtækjunum og hinum ríku og láta ráðamenn ríkisins dreifa þeim, vegna þess að þá verður enginn klíkuskapur og þeir vita best. Og enda sem „Venezúela norðursins“ eða Bretland undir Callaghan.

  • drgunni september 24, 2016 kl. 3:24 e.h. #

   (Með rólegri rödd): Tja, kannski að ég eða þú þekkir þá ekki persónulega, en hvað með röðina í mæðrastyrksnefnd? Einstæðar ómenntaðar mæður, sjúklinga, aldraða, o.s.frv. Er þetta allt eitthvað lið sem getur bara sjálfu sér um kennt, eða eru aumingjar sem nenna ekki að vinna? Ekki veit ég svarið, enda brennur þessi málaflokkur ekkert sérstaklega á mér.

   • pocketguy september 24, 2016 kl. 10:07 e.h. #

    Enda er það þannig að allir sem talað er við eru ekki fátækir sjálfir, en hafa oft miklar áhyggjur af öðrum sem eru það!

    Við lifum í þannig landi að jafnvel þótt þú sturtar öllu lífinu niður þá mun þig aldrei skorta lífsviðurværi, hlýtt rúm eða lækningu. Samfélagið sér um það.

    Ef stefnan er aftur á móti sett á að jafna eigi kjör allra, taka allt frá þeim sem skapa auðinn og láta ríkisstarfsmenn dreifa fénu í sín uppáhaldsverkefni þá hverfur allur hvati í þjóðfélaginu. Vilja menn að kapítalistar eða stjórnmálamenn séu ríkir? Það er ekkert annað í boði.

    Sagan hefur kennt okkur að það endar alltaf hjá öllum sósíalískum ríkjum á einn hátt: Í gjaldþroti og með fólkið múrað inni.

   • drgunni september 25, 2016 kl. 3:43 f.h. #

    Það er nú enginn að tala um það, nema kannski Albaníu Valdi. Er fólk ekki að tala um skárri rentur af sameiginlegum auðlindum etc., ekki að jafna alla niður í einhverja meðalmennsku. Og víst hefur fólk komið fram og viðurkennt að hafa það skítt, sama hvað það stritar. Svo má víkka þessu pælingu yfir í heiminn allan: Ef allir hefðu það jafn gott sama hvar þeir búa, hversu skítt hefðu allir það þá?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: