Karlar í maníu drepa börn

23 Sep

Heimurinn sökkar. Það er bara staðreynd. Hvað er að? Karlar í maníu og brundfyllisgremju að karlast eitthvað, drepandi, nauðgandi, græðandi: Það er fábjánast út um allt. Sýrland, Putin, ISIS, Trump, Sýrland, flóttafólk, vesen, leiðindi, Sýrland, bögg og tráma.

Til að verða ekki sturluð tökum við flest þá (ómeðvituðu) ákvörðun að stinga hausnum í sandinn, hugsa um eitthvað annað, rassgatið á okkur sjálfum – ég lifi í kringum eigin nafla. Hvað er í sjónvarpinu? Er komin ný sería af Líf mitt er drasl? Hey, vá, nýr sími frá Iphone. Einhver sem ég hef aldrei heyrt minnst á áður léttist um 30 kg! Hvað fæ ég mörg læk á myndina mína? Ég er með ADHD. Ég er með bla bla bla.

Hvað er svo sem annað hægt að gera? Vera með mánaðarlega innborgun í (góðgerðasamtök að eigin vali). Skrifa grein (nú eða blogg). Skrifa undir rafræna kröfu um bætt ástand. Þeir, sem þetta brennur heitast á, gerast sjálfboðaliðar og mæta á staðinn til að vera hands on að bjarga því litla sem ein manneskja kemst yfir. Hetjur.

Svo eru það blessaðir poppararnir sem annað slagið eru slegnir baráttuanda og koma með heimsósómatexta innan um ælofjúið og hvað þetta er sem popparar syngja um.

„Bisness-menn þeir vilja stríð svo seljist þeirra vopn. Af þeirra völdum er heimurinn sem skíðlogandi ofn,“ söng Jóhann G. Jóhannsson heitinn með Óðmönnum alveg brjálaður 1970 (þá sökkaði heimurinn líka). Jóhann bætti við ásakandi: „Við Íslendingar erum þjóð sem þolir ekki blóð. Látum hundrað kall í sjóð og teljum okkur góð“.

Á sama tíma söng Pétur Kristjánsson heitinn „Vitskert veröld“, hið frábæra lag Einars Vilbergs.

Björgvin Halldórs var líka brjálaður á þessum tíma og fleiri. Ég nenni ekki að gúggla hvað var í gangi 1970, en ætli það hafi ekki verið þetta vanalega: Graðir karlar í maníu að apast eitthvað og börn að deyja.

Spólum þá áfram um 46 ár. Það er ekki eins og karlar í maníu séu ekki lengur að drepa börn. Við göngum því miður ekki í hvítum hippamussum og elskum hvort annað. Nei nei nei, heimurinn hefur aldrei sökkað jafn stíft (Heimurinn hefur reyndar alltaf sökkað stífast á öllum tímum). 

Tarnús Jr. er listamannsnafn Grétars Magnúsar Grétarssonar og honum er ekki sama. Hér að ofan er flott lag og ömurlegt myndband, sem þú skalt ekki horfa á nema þú sækir í að líða illa. Svona er þetta bara ennþá, því miður: Karlar í maníu að drepa börn. Lagið heitir WWIII, enda vilja margir meina að þriðja heimsstyrjöldin sé skollin á. Ég gef Tarnúsi orðið:

Lagið heitir WW III (The truth is out there) og fjallar lagið og myndbandið um flóttafólk frá Sýrlandi, ástandið þar. Myndbandið er frekar átakanlegt og hefur það birst á síðu Save Syrian Children og víðar.  Lagið hefur vakið mikla athygli á Facebook.

Upprunalega ætlaði ég ekki að semja textann um flóttafólk en það gerðist ómeðvitað, en í framhaldi tók stefnan þangað. Mér fannst lagið dáldið dramatískt og vildi gera myndband í andstæðu við dramatíkina (eða hálfgert grín myndband í léttara kanntinum), en hætti svo við það vegna þess að mér fannst ég vera að gera grín af flóttafólki. Þannig að ég fór alla leið með þá hugmynd að vekja athygli á hvað er að gerast í Sýrlandi og víðar.

Sú athygli sem ég hef fengið og skilaboð frá fólki er rosalega sterk, og í sumum tilfellum er eins og fáir viti hvað er að gerast í heiminum, eða vita það en hafa ekki tekið mikið eftir því. Fólki hryllir við myndbandinu, en mér finnst það nauðsynlegt svo almenningur sjái sannleikann.

Grétar Maggi Tarnús Jr.hefur gefið út tvær breiðskífur (Original Cowboy og My God is Mad). Hann tók sér frí frá tónlistinni 2013 og kláraði nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hefur gert fimm stuttmyndir og eina heimildarmynd „Meistari Tarnús og Hús“ sem fjallar um föður hans. Sú mynd komst inn á kvikmyndahátíðina Skjaldborg 2015. Núna er hann byrjaður aftur að semja tónlist í bland við kvikmyndagerð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: