Pönksafn, Atvik, Nýló

16 Sep

Nýló sendi mér skilaboð og kom málum á hreint varðandi Núllið. Þau voru með plássið í frírri leigu í heilt ár og þar fóru fram nokkrar sýningar. Í sjálfboðavinnu komu þau plássinu í viðundandi ástand, sem við í PÖNKSAFNI ÍSLANDS tökum auðvitað fagnandi. Hér má lesa um aðkomu Nýló að Núllinu.

PÖNKSAFN ÍSLANDS mjakast áfram hægt en örugglega. Það eru sjö vikur í opnun. Það verður sem sé nóg að gera næstu vikurnar því auk þess að koma upp pönkinu mun ég opna mína fyrstu sýningu í MOKKA þriðjudaginn 1. nóv kl. 17-18. Þess vegna er ég búinn að vera vakandi núna síðan kl. 01:30. Svefn er bara fyrir vesalinga. Trixið er að taka eitt, tvö pávernöpp yfir daginn – þá lafir maður með meðvitund til kl. 21-22.

Á MOKKA sýni ég 18 akrýl-málverk á hvítgrunnuðum plötuumslögum. Sýningin heitir ATVIK og sýnir svipmyndir beint úr minningum heilans. Í hverri mynd verður 18 laga plata (eitt lag fyrir hverja mynd). Platan verður aðeins framleidd í 18 eintökum og músíkin verður ekki sett á netið í heild sinni (af mér allavega). ATVIK er því hreinræktað multimedia (myndlist/tónlist/safngripur). Verkin verða til sölu á uppsprengdu en sanngjörnu verði, 45.000 kr stk. Ég var ógeðslega lengi að mála þessar myndir, byrjaði 2014, en aðeins fljótari að búa til tónlistina. Hverju eintaki fylgir blað með myndum af öllum myndunum. 

PÖNKSAFN og ATVIK í Airwaves vikunni. Fúff, vinna vinna!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: