RIFF yfirvofandi

15 Sep

Fór í bíó í gær, á What happened to Baby Jane á Svörtum september Svartra sunnudaga. Stórfín mynd og Bette Davis og Joan Crawford að gera góða hluti. Ég var spenntur fyrir myndinni, enda búinn að vera að hlusta á poddcastið You must remember this sem hefur í sumar verið með sex þátta seríu um Joan Crawford. Alltaf gaman af gullaldarárum Hollywood.

En nú er bíóveislan mikla framundan, Riff 2016. Hér eru nokkrar myndir af Riff, sem hljóma spennandi.

RAVING IRAN – Heimildarmynd um teknóstráka í Íran, sem teknóast í skugga alræðisríkisins.

SONITA – Meira Íran. Nú er það Sonita, stelpa sem dreymir um að verða rappari, en á yfir höfði sér að vera gift einhverjum gömlum pungi.

BUGS – Hvað varð um íslensku pödduframleiðsluna sem var stoppuð um daginn? Var það ekki súkkulaði? Snakk? Skammtímaminnið svíkur á tækniöld upplýsingaöld. Bugs fjallar um það sem koma skal til að fæða heiminn, pödduát. Ég veit ekki um þig en ég er tilbúinn í pöddurnar. Hvenær ætli fyrsti íslenski pöddu-veitingastaðurinn opni? Og er ekki hægt að nota eitthvað af íslenskum pöddum? Skosk maðka-pylsa. Hrossaflugu risotto. Súkkulaðihúðaðar köngulær.

RISINN – Vanskapaðan meistara dreymir um sigra í kúlukasti (eða hvað svona henda kúlu-leikur heitir). Án efa upplífgandi mynd þar sem lítilmagninn stendur uppi sem sigurvegari.

KOMMÚNAN – Ný mynd eftir Thomas Vinterberg (Festen, Jagten). Millistéttarfólk stofnar kommúnu 1970. Grín og glens og tregi: Hvað gerist þegar nautnir skarast á við hugsjónir? Vinterberg alltaf traustur. 

CHASING ASYLUM – RIFF er alltaf með puttann á púlsinum. Nokkrar myndanna fjalla um flóttamannavanda heimsins í dag, þar á meðal þessi heimildarmynd sem fjallar um ástralska hluta vandans.

Þetta er auðvitað algjört brot af veislunni sem framundan er. Það eru frábærir tímar í vændum – veislan hefst 29. sept og stendur til 9. okt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: