Fórnað á altari RVK DTR

6 Sep

rvkdtr-forn
Hver er undir teppinu? spyrja Reykjavíkurdætur á fyrstu plötu sinni sem var að koma út. Ég veit ekki hver er undir teppinu, en ég, JFM og Marta María vorum undir hauspokunum þegar við vorum leidd inn á svið Nasa á laugardagskvöldið. Það átti að taka okkur af lífi fyrir listina og „klára dæmið“, en eins og einhverjir muna kannski höfðu RVK DTR lent í buffi við Ágústu Evu, sem hneykslaðist og gekk út, og Emmsjé Gauta, sem sagðist ekki fíla þær. Það sem sameinar hópinn er að við vorum öll í síðastu tíð Ísland Got Talent.

Nema hvað; við lifðum aftökuna af og fórum á barinn. Þar hittum við Ágústu Evu, sem fussaði yfir þátttöku okkar í þessum skrípaleik og var ekkert að fíla þetta. Gerð var tilraun til að fara „á djammið“, m.a. á sveitaball með Á móti Sól í kjallaranum hjá Friðriki Ómari í Græna herberginu. Magni og kó kunna þetta.

Plata Reykjavíkurdætra er nett, poppuð og fersk og ánægjulegt er að hlusta á íslenskt rapp með ilmandi píkulykt, eftir alla pungfíluna sem hingað til hefur verið viðloðandi þessa senu. Bravó! (Myndirnar tók Lea Letzel)

Rvkdtr-forn4

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: