Fágætasta Bubba-lag í heimi

4 Sep

oxsma83+bubbi
Ég held þetta hafi verið svona: Einhvern tímann árið 1983 var hljómsveitin OXSMÁ (æðislegasta hljómsveit Íslandssögunnar btw) að glamra í kompu nálægt skemmtistaðnum Safarí á Skúlagötu (staðurinn var til vinstri við þar sem KEX Hostel er í dag). Bubbi Morthens var fastagestur á Safarí, útúrkókaður og ríðandi hægri vinstri eins og lesa má um í ævisögu hans. Bubbi var eitthvað að væflast þarna, kannski nýbúinn að refsa einhverri grúppíunni, rann á hljóðið og bankaði á kompuhurðina. Úr varð smá djamm og svo vel vildi til að upptökugræja var á svæðinu. „Me & My Baby“ með Bubba og Oxsmá varð útkoman og var gefin út skömmu síðar á „Biblía fyrir blinda“, kassettu Oxsmá frá 1983. Bubbi vissi ekkert af þessu og brást að sögn illa við tíðindunum. Áður en hann fór í mál við Oxsmá voru málin settluð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: