Helvítis flugvallakjaftæði

1 Sep

Nú á víst enn og aftur að fara að kjósa um þennan helvítis flugvöll. Ég man ekki betur en að ég hafi gert nákvæmlega það fyrir 15 árum eða eitthvað. Ég man það var gott veður þennan dag og ég var ósáttur við sjálfan mig að vera að eyða tíma mínum í að mæta drulluþunnur í ráðhúsið til að kjósa. Ég man ekki hvort ég kaus enda er mér skítsama hvar þessi helvítis flugvöllur er. Svo voru niðurstöðurnar kosningarinnar næstum hnífjafnar og ekkert gerðist.

Kommon! Er ekki hægt að röfla um eitthvað annað? Þarf að röfla um þetta í 20 ár í viðbót? Eru Íslendingar svona ægilega ákvörðunarfælnir? Er röflið okkar ær og kýr? Vantar alla röggsemi í þessa þjóð? Er ekki bara hægt að taka ákvörðun og standa við hana?

Það er ákveðinn sjarmi í að hafa flugvöllinn þarna. Lummulega huggó að heyra drunurnar og sjá ferlíkin fljúga yfir borgina til lendingar. Stutt að fara út á völl. Mér er alveg sama þótt draumur Kaffivest-tvíddstera um Ikeahverfi í Vatnsmýri verði að veruleika annarsstaðar. Er hann ekki kominn út á Granda hvort sem er? Ætti kannski að rífa olíutankana út á Granda og hrúga þessum helvítis flugvelli niður þar?

Ætli ég kjósi ekki bara að hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er. Samt gæti mér eiginlega ekki verið meira sama. 

Það má svo nota peningana sem fara í að færa helvítis flugvöllinn í eitthvað þarfara. Eins og t.d. að halda áfram að dæla upp úr Landeyjarhöfn.

3 svör to “Helvítis flugvallakjaftæði”

 1. Óskar G september 1, 2016 kl. 9:25 f.h. #

  Til að taka nærtækara dæmi fyrir bréfritara er þetta eins og að öllum plötubúðum á höfuðborgarsvæðinu yrði lokað og þeim boðið að opna á Akranesi eða Njarðvík.

 2. Ásmundur september 1, 2016 kl. 5:31 e.h. #

  Það er löngu búið að ákveða að flugvöllurinn fari. Þráhyggjusjúkir kverúlantar mótmæla með afar veikum rökum.

 3. Pétur september 2, 2016 kl. 11:19 f.h. #

  Það ætti öllum að vera ljóst að best er að flytja innanlandsflugið út í Keflavík.
  Í fyrsta lagi þá myndi það stytta leið landsbyggðarfólks til útlanda þar sem oft er fólk sem flýgur til Reykjavíkur hvort eð er á leiðinni þangað. Í öðru lagi þá með því að klára Reykjanesbrautina og gera hana af alvöru hraðbraut með göngum og brúm inn í miðborgina og hækka hraðann í 110 þá myndi ferðatíminn úr miðbænum upp á flugvöll vera rúmar 20 mínútur, þetta er ekki lengri vegalengd en svo. Í dag er það styttri tími fyrir t.d. hafnfirðinga að fara út í Keflavík en í miðborg Reykjavíkur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: