Þrjú fjöll

22 Ágú

Í sumar höfum við félagarnir gengið á þrjú fjöll. Við byrjuðum alltof seint, en nú eigum við brodda, svo faktískt getum við gengið árið um hring. Ef maður heldur þessum dampi ætti það að ganga eftir.

skjaldSkjaldbreiður (1066 mys) er sögufrægt ferlíki í Kaldadal. Eins og tröllskessubrjóst á hvolfi sem einhver hjó af. Eða kannski bara skjöldur. Upp á topp og 2ja tíma hjakk á grófu undirlagi. Enginn gróður að marki, bara möl, grjót og snjór. Auðveldast að fara yfir snjóinn. Uppi er risastór gígur sem hægt er að ganga hring um og sjá stórkostlegt útsýni í allar áttir. (3/4)

seljaSeljafell (571 mys) á Snæfellsnesi er fáfarið. Við höfðum það út af fyrir okkur. Þrír tindar eru á því, magnaðastur er Geirhnúkur sem er eins og geirvarta í laginu, en illkleifur svo við gugnuðum á því. Af Smjörhnjúk, hæsta tindinum, er stórkostlegt útsýni yfir allt nesið og bæði til Breiðafjarðar og Faxaflóa. Uppgangan er upp grasivaxna hlíð og ekki mjög krefjandi. Þegar upp er komið er létt tölt á milli tinda. Ágætis dæmi (3/4).

Eftir gönguna áðum við í Stykkishólmi, fórum í sund og átum í tveimur matsöluvögnum sem eru við höfnina (takk túristar). Annar selur fish & chips, hinn ís og allskonar. F&C með brakandi ferskum karamellu-frappósjínó var geggjaður endir á góðri ferð.

3hyrnÞríhyrningur (675 mys) í Fljótshlíð er glæsilegt fjall sem blasir við á leiðinni austur undir Eyjafjöll. Þetta eru söguslóðir Njálu, en Biggi reyndi hvað hann gat að kveikja áhuga okkar á Íslendingasögunum. Aldrei að vita nema maður sökkvi sér í þær, ég byrja allavega á trílógíu Einar Kárasonar. Fjallið er ekki erfitt, en reyndar í brattari kantinum svo maður fékk væga strengi. Útsýnið er geggjað en þokuslæðingur fokkaði því aðeins upp – Eyjafjallajökull blasti við okkur og það sást glitta í Þórsmörk, fegursta stað á Íslandi. Í andagtugt las Trausti Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson á toppnum. Þverhnípt er niður og hlíðarnar grasivaxnar svo þetta er allt hið tilkomumesta á að líta. Engan hittum við á leiðinni svo við áttum Þríhyrning í gær. (4/4)

Fljóthlíðin er ferlega flott svæði, ég hafði aldrei komið þarna áður. Gluggafoss, Nínulundur, Hlíðarendi. Við rúntuðum um slétturnar miklu í Landeyjum, sem eru hillbillíaðar og minna á USA. Tékkuðum á Bergþórshvoli. Át svo fínan þorsk í Eldstó café á Hvolsvelli og eftirrétturinn í Huppuís á Selfossi („Draumurinn“ er glæsilegur bragðarefur) Ó sú drottins náð heppni að vera á lífi og eiga heima á Íslandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: