Allskonar í eyrun

15 Ágú

filalag
Fílalag þeirra Bergs Ebba og Snorra Helga
er nú um stundir besta poddkastið hér á landi á. Þar fíla þeir Sprengjuhallarmenn eitt lag í einu og tala yfirleitt um miklu meira en bara það. Þetta er bráðskemmtilegt, „djúpt“ og safaríkt stöff sem aðeins sökkerar láta fara fram hjá sér.


Ein af plötum ársins er Vagg & velta með Emmsjé Gauta. Þetta er þriðja platan hans og engin spurning hans besta. Skothelt popp hipp hopp og hellingur af góðum lögum. Ég hlusta á hana á Spotify en hún er til á CD og krádföndað LP á leiðinni. Gauti er ungur hrútur svo textarnir hrútlykta all vel. Djammið og þynnkan, en nú er nokkuð um „allir vasar fullir af seðlum“-stemmingum, enda nóg að gera hjá Gauta. Enn einn vitnisburðurinn um að íslenska rappið er where it’s at núna.

Annar vitnisburður um það sama er Úlfur úlfur. Þeir hentu í smell fyrir næstu seríu af Orðbragði, sem hefst bráðlega. Hvílíkur metnaður! Afhverju fengum við ekki einhverja til að gera Popppunkts-lag þegar við byrjuðum síðast? Æ, of seint og FM Belfast búnir að vinna.

Það er ekki síst stórfínt við rappsenuna að nánast allir eru á íslensku. Enginn að láta sig dreyma um erlent meik. Þetta er rammíslenskt og heimabruggað fyrir heimamarkað. Þetta er tónlist samtímans. Í núinu.


Íslenska rappið er heldur ekki eintóna. Cyber er klofningsframboð úr Reykjavíkurdætrum  og Cyber hefur gefið út 8-laga ep-ið Crap (Spotify). Dáldið súrari bít og dulari fílingur  en gengur og gerist, en alveg suddagott stöff. Góðir textar – „Úti er andlit á glugga að rúnka sér“ er gull.


Læda slæda með Prinspóló er einn af betri smellum sumarsins. Hér er sungið um eitthvað sem allir kannast við. „It is funny coz it’s true“-dæmi. Gaman að segja frá því að lagið var frumflutt í 40. afmæli Kristjáns trommara í fyrra og ég var á bassa. 

Það barst bréf frá popppönk hljómsveitinni Suð. Hljómsveitin Suð er að fara að gefa út sína aðra breiðskífu í lok september (23.09) eftir margra ára hlé. Platan heitir Meira suð! og hefur að geyma 12 eðal indí pönk rokk lög. Albert Finnbogason sá um upptökur á grunnum og hljóðblöndun og Finnur Hákonarson sá um hljómjöfnun. Annað er verk Suðs og hjálparkokka.
Hér er aðeins um lagið „Á flótta“: „Öll gætum við þurft að leggja á flótta og leita skjóls annars staðar. Hvort sem það er vegna stríðsátaka, kúgunar, mengunarslysa eða náttúruhamfara. Lagið Á flótta er ærlegt 2 mínútna pönk rokk sem minnir okkur á þá einföldu staðreynd að það fólk og fjölskyldur sem eru á flótta í veröldinni í dag eru ekkert frábrugðin okkur hinum.“

Hlö. Át.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: