Ísland gaut talent í kvöld

31 Jan

glh365
Fyrsti þáttur Ísland got talent hefst í kvöld kl. 19.10 á Stöð 2, í þetta skiptið í opinni dagskrá. Ég er búinn að sjá þáttinn og gerði mig ekkert að svo miklu fífli. Þetta er raunar alveg príma fjölskylduefni þótt ég segi sjálfur frá.

Þetta er auðvitað aðkeypt hugmynd. Skúnkurinn Simon Cowell fann upp á þessu 2007 og vildi búa til svokallað „end of pier“ sjó, þar sem þorpsbúar troða upp á bryggjuendanum, sbr. fyrri tíma skemmtiefni. Sjóið er nú sýnt í um 60 löndum og er langvinsælasta sjóið í dag. Ísland er vitaskuld langminnsta landið sem er með sína eigin útgáfu.

Ýmsar hugmynd hafa komið upp hjá dómurunum varðandi þann möguleika að spara 365 þann pening sem fer í að nota fransæsið. Auðvitað má blása til hæfileikakeppni og kalla hana bara eitthvað annað og breyta lúkkinu. Ísland gaut talent, er ein hugmynd (Emmsjé Gauti yrði áfram kynnir) og Hæfileikarnir. Þar yrðu dómarar í Rómverjafötum og myndu gefa þumal upp eða niður standandi á gylltum hestakerrum. Pönkbandið hans Dr. Gunna er enn fjarlægur draumur, en þar myndu keppendur ekki geta neitt en samt vera ólmir í að vera í pönkbandi. Upptökur færu fram í skítugum bílskúr.

Eitt svar to “Ísland gaut talent í kvöld”

  1. Jan febrúar 1, 2016 kl. 7:58 e.h. #

    Doktorinn átti allavega ummæli kvöldsins: „Stórt skref fyrir þig, en lítið skref fyrir mig……….. og mannkynið.“ 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: