Gott holl í ABC

16 Jan

Komst í gott holl í Nytjamarkaði ABC barnahjálp í Víkurhvarfi (samtals: 1150 kr). Þar er þessi fíni nytjamarkaður með hagstæð verð. Nú, ég krafsaði til mín safnplötuna Hrif, plötuna Þuríður og Pálmi syngja lög Gunnars Þórðarsonar og síðast en ekki síst samnefnda 12″ plötu með DADA. Bjarni Sveinbjörnsson, Ívar Sigurbergsson og Jón Þór Gíslason voru DADA og þessi 4 lög á plötunni frá 1987 er eini vitnisburður um tilvist DADA. Ágætis eitíshárpopp á ensku. 

Fann 4 diska. Forgotten Lores, Frá heimsenda. Safnplötuna Kynjaveröld OZ sem kom út í kringum árshátíð MR 1994. Þarna eru menn eins og Barði Jóhannsson og Sölvi Blöndal að slíta barnsskónum, m.a. saman í laginu Teitistryllir. Þá var það diskurinn Dark Woo Man með gruggrokkbandinu Hippar í handbremsu, heimabruggun.

Síðasti diskarinn er algjört spurningamerki, sjö laga rafnaivismi með Globus. Ég hef ekkert í höndunum nema handskrifað umslag og sjö lög: Bruxelles Midi / Popcorn / Nunnurnar / Forsvundet Melodi / Nunnurnar 2 / Thor And The Sticks / Ísland úr NATO. Veit einhver hver þetta er?

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: