Halli og Laddi: Frumkvöðlar í pönki

9 Jan

hotice
Enska pönksveitin The Stranglers (eða Kyrjararnir eins og íslenskir fjölmiðlar kynntu sveitina til leiks) spilaði í Laugardalshöll 3. maí 1978. Steinar Berg og félagar stóðu að innflutningi bandsins í samráði við útgáfuna UA, en þar fannst mönnum gott flipp að halda útgáfutónleika fyrir þriðju plötu sveitarinnar, Black & White, á Íslandi og smala erlendum blaðamönnum á þetta flippaða sker. Giggið var rækilega kynnt og meðal annars var nýjasta smáskífulag Stranglers, Five Minutes, spilað í sjónvarpinu. Ég og fleiri sáum þetta og fengum pönk í æð í fyrsta skipti.

Ég var bara tólf ára og fór ekki á tónleikana. Man ekki eftir að hafa saknað þess sérstaklega. Engin pönkhljómsveit var á Íslandi á þessum tíma (fyrsta gigg Fræbbblanna var ekki fyrr en í nóvember sama ár) svo Þursarnir, Póker og Halli og Laddi voru fengnir til að hita upp. Þursarnir fengu ekki sándtékk og komu því brúnaþungir á svið og afboðuðu sig. Póker með Pétur Kristjánsson í brúnni tók sitt rokk og Halli og Laddi göntuðust. Svo komu Stranglers, hækkuðu allt í botn og pönkvæddu fulla Laugardalshöll. Tveimur árum síðar sprakk svo loksins „pönk“ rokk út á Íslandi þegar Bubbi kom, sá og sigraði og allir hinir fylgdu í kjölfarið. 

Ef við undanskiljum Paradísarfugl Megasar og Spilverksins, sem vissulega er einhverskonar pönk með sýru feidádi, gáfu Halli og Laddi út fyrsta pönklag á Íslandi. Freistandi er að álykta að Stranglers hafi kveikt pönklosta í bræðrunum sem skilaði sér í hinu frábæra lagi Ladda, „Ég vil fá meira pönk“, sem kom út á þriðju plötu þeirra, Hlunkur er þetta, í júlí 1978. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: