Framkölluð gæsahúð

6 Jan

Íslenskar útvarpsstöðvar eru allar fínar á sinn hátt. Þrír bestu útvarpsþættir landsins eru Langspil með Heiðu Eiríks, þar sem hún spilar bókstaflega alla „dægur“-tónlist, eins lengi og hún er íslensk; Harmageddon á X-inu og Víðsjá á Gufunni. Í Víðsjá í gær fjallaði Guðni Tómasson um fyrirbæri sem ég vissi ekki að gert væri út á: ASMR (Autonomous sensory meridian response), eða Ósjálfráð skyn viðbrögð (eða eitthvað svoleiðis). Þetta er tilfinningin að verða fyrir huglægu kítli, að renna kalt vatn milli skins og hörunds, að fá gæsahúð. Það er t.d. hægt að kalla þetta fram með því að einhver kítlar á þér eyrað með fjöður og jafnvel bara með því að einhver er að greiða á sér hárið við hliðina á þér. 

Þetta er svo sem fyrirbæri sem ég hef oft upplifað, en ég vissi ekki nafnið á því og ég vissi ekki heldur að það væri fólk á Youtube sem reynir að gangsetja þessa tilfinningu hjá áhorfendum sínum. Sé slegið upp ASMR á Youtube fyllist allt af (oftast) ungum konum að hvísla í míkrafóna, láta skrjáfa í hinu og þessu og kyssa út í loftið. Nokkrar „stjörnur“ eru í ASMR bransanum, t.d. Jellybean sem hér andar og smjattar í míkrafón í hálftíma. 

Ein íslensk kona er á meðal ASMR-ista og hefur hún fengið hrós fyrir hreiminn sinn. Hún heitir Elísabet og hefur birt mörg ASMR myndbönd. Hér er hún t.d. að hvísla með svamp.

ASMR er að sjálfssögðu ekki kynferðislegt fyrirbæri og ef þér finnst eitthvað sexí við að það að sjá ungar konur smjatta, hvísla og kyssa í míkrafón ertu bara sjúkur viðbjóður sem ætti að gelda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: