Þrír látnir rokkarar

30 Des

Maðurinn með ljáinn tók æðiskast síðustu dagana og slökkti á þremur ágætum rokkurum. Frægastur er Lemmy (70 ára), sú mikla goðsögn með Rickenbackerinn og vörtuna, sem lést úr krabbameini tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri með krabbamein. Motörhead var eitt af þessum böndum sem var alltaf að og átti sterkan aðdáandahóp.

Þann 27. des lést Ástralinn Stevie Wright (68 ára), en hann var söngvari The Easybeats, sem frægastir eru fyrir hið frábæra lag „Friday on my Mind“, sem var það lag Bítlatímans sem skildi að amatöra og lengra komna í hljóðfæraleik. Eftir Easybeats fór Stevie sóló og er frægastur fyrir lagið „Evie parts 1, 2 & 3“, sem er frábært lag og fyrsta ellefu mínútna lagið sem náði efsta sætinu á ástralska vinsældarlistanum.

Þann 28. des lést svo John Bradbury (62 ára), trommari The Specials, skabandsins geðveika frá Coventry. 

Skulum vona að maðurinn með ljáinn sé orðinn saddur í bili af nafntoguðu tónlistarfólki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: