Völvuspá 2016

28 Des

1a70d0af0ae64a6d22eb5886786a9abc

Sonar, Secret Solstice, ATP og Iceland Airwaves verða á sínum stað í prógramminu. Nokkur rosanöfn koma til landsins önnur en Justin Bieber (það verða engir aukatónleikar með honum). Meðal stórstjarna verður söngkona sem átti vinsælt lag um regnhlífar og gömul ensk hljómsveit sem sló í gegn með lagi sem þeir þola ekki lengur, enda engin kríp.

Yrsa og Arnaldur eru þegar byrjuð að hugsa um næstu bók sem kemur svo út fyrir jólin með tilheyrandi uppslætti. Báðar verða metsölubækur.

Ríkisstjórnin verður með allskonar rugl og Vigdís Hauksdóttir gerir ýmsar gloríur. Fylgi Pírata helst stöðugt í skoðanakönnunum.

Það verður bæði lækað og rítvíddað á samfélagsmiðlum. Sífellt fleiri nenna þó ekki lengur þeirri tímaeyðslu sem fylgir þessum fyrirbærum.

Bubbi Morthens verður sextugur 060616. Búast má við öðrum stórtónleikum í Laugardalshöll. Ragga Gísla verður sextug 071016. Stórtónleikar í Hörpu, vonandi.

Fimmtugir verða: Kiddi Kanína, Þorvaldur Bjarni, Stefán Hilmarsson, Skúli Sverrisson og Alda Björk (Real Good Time). Búast má við tónleikum og öðrum hátíðarhöldum.

ÓRG bíður sig fram og verður forseti í 4 ár enn.

Ný hljómsveit, Eyjaskeggjar, slær í gegn á elliheimilum.

Það verður bæði gott veður og vont veður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: