Hver meig við hliðina á Hendrix?

10 Des

claptonjimibagonails
London 1967. Hljómar eru að taka upp fyrstu LP plötuna sína. Hendrix er að slá í gegn. Leiðir liggja saman á klósettinu á aðalbúllunni, Bag O’Nails. Einhver Hljómanna meig við hliðina á Hendrix og átti við hann gott spjall. Ég man ekki betur en að meistari Rúnar Júl hafi alltaf sagt að það hefði verið hann sem pissaði með Hendrix, en þegar ég spjallaði við Erling og Gunnar Þórðarson vegna Popp og rokksögu Íslands þá sögðust þeir báðir hafa migið við hliðina á Hendrix á klósettinu á Bag O’Nails. Heimildum ber því ekki saman. Kannski hittu þeir allir Hendrix í þremur klósettferðum, eða kannski slær þetta eitthvað saman í minningunni. Kannski var það bara Engilbert?

Allavega: Sagan er svona. Einhver Hljómanna er að pissa í skál inn á Bag O’Nails og tekur eftir manni við hliðina sem er Jimi Hendrix, goðið sjálft. Upphefst spjall. Hendrix er áhugasamur um Ísland og segist endilega þurfa að koma þangað að spila. Rúnar/Erlingur/Gunnar segir það lítið mál. Með Íslendingunum er sæt íslensk flugfreyja sem Jimi líst svona helvíti vel á. Gerir hosur sínar grænar. Flugfreyjan er sem undið roð í hundskjafti og segist ekki vilja sjá neinn surt. Ekkert verður því af hinum gítarfima Þormóði Hendrix.

Rúnar pissaði etv ekki með Jimi en þeir ræddu saman og Hendrix bauð honum í heimsókn. Addressuna skrifaði hann í vegabréf Rúnars sem var eini pappirinn sem þeir fundu. Rúnar hafði ekki tíma til að þyggja boðið.

FB_IMG_1449735066553

Eitt svar til “Hver meig við hliðina á Hendrix?”

  1. Tilberi desember 10, 2015 kl. 11:11 f.h. #

    Nútíma útgáfan af þessari sögu er svona:
    Íslendingur gengur inn á bar í London, hittir þar Elvis og Michael Jackson. Þeir bjóða honum í heimsókn en Íslendingurinn afþakkar, hann þarf að nota tímann til að versla í H&M.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: