Björku misþyrmt

5 Des

Nei Björku hefur ekki verið misþyrmt, fyrirsögnin er smellubeita. Það hefur samt ábyggilega ekki verið þægilegt að hafa kameru upp í sér eins og Björk gerir í glænýju myndbandi við lagið Mouth Mantra.

Nú er tími ársuppgjaranna. Gott er að líta yfir farinn útgáfuveg og uppgötva allskonar stöff sem manni yfirsást. Hjá Noisey sem er músikarmur Vice ber það til tíðinda að tvær íslenskar plötur eru á topp 50 listanum. Björk er númer 38 með Vulnicura, en black metal sveitin Misþyrming er með Söngva elds og óreiðu númer 9. Glæsilegur árangur. Misþyrming er hluti af Vánagandr útgáfunni.

Vulnicura Bjarkar mun án efa vera á flestum plötulistum ársins. Hún er til að mynda plata ársins hjá Rough Trade.

Á Kraumslistanum í ár voru nokkrar plötur sem ég vissi ekki einu sinni af. Þar á meðal er frábær 7 laga plata með TSS, Meaningless Songs. TSS er hliðarverkefni Jóns Lorange, sem er annar helmingur hljómsveitarinnar Nolo. Hann er með fleira gott.

Eitt svar to “Björku misþyrmt”

  1. Benni desember 7, 2015 kl. 9:25 f.h. #

    Það er spurning, hvort að listin sé að leiða okkur í dauðan og tortímingu eða öfugt? Dauðinn og tortímingin leiðir kanski listina?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: