Hálfviti festir bíl!

28 Nóv

2015-11-28 12.03.35
Mér finnst dáldið gaman að fara í kirkjugarða og finna leiði mikilmenna og ættingja. Í morgun, í snjógeðveikinni, fékk ég þá frábæru hugmynd að skella mér í Fossvox og heimsækja ömmu Láru og Alfreð Flóka. Amma er neðst í garðinum (svæði X) en Flóki ofar. Upplýsingarnar fengust af þeim frábæra vef http://www.gardur.is.

Nú. Ég fann hvorugt leiðið og pikkfesti mig. Slapp eftir hálftíma eftir hjakk og gúmmímottutrixið. Festi mig svo aftur á leiðinni upp brekkuna. Enn fastari en áður. Gúmmímottutrix gerði ekki djakksjitt. Ég var vel búinn, í gallabuxum og með einn hanska. Niðri á skokkbraut nenntu þessir helvítis skokkaraaumingjar ekki að hjálpa mér (sögðust vera að tímataka), en fjórar konur með barnavagn réttu hjálparhönd. Gott Bechtel í gangi þar. Þær ýttu mér úr pikkinu en svo festi ég mig enn einu sinni á leiðinni upp og konurnar farnar.

Þá kom Lufsan með töfralausn í síma og Pétur, kærasti vinkonu hennar, mætti á pallbíl. Hann dró mig upp og þá var þessu rugli lokið. Að launum átum við gómsætar kótilettur á BSÍ.

Ætli ég labbi ekki bara í Fossvox næst.

2015-11-28 12.25.28

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: