Hjá bestu útvarpsstöð í heimi

25 Nóv

2015-11-13 14.21.27

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að WFMU útvarpsstöðin sé sú besta í heimi. Á ferðum mínum til NYC hef ég lengi reynt að troða mér í þátt á stöðinni til að básúna Ísland. Það tókst ekki fyrr en í síðustu ferð þegar Devon E. Levins fékk mig til að tala um íslenska kvikmyndatónlist í þættinum Morricone Island – þáttur sem sérhæfir sig í tónlist úr kvikmyndum. Útvarpsstöðin er í eigin húsi í Jersey City. Meðan ég beið fékk ég mér lasagna í Milano’s við hliðina innan um ekta Jersey löggur, iðnaðarmenn og skólakrakka. WFMU hefur verið starfandi í einni eða annarri mynd síðan 1958. Hún er rekin af algjörum músíknötturum, hver einasti þáttur er keyrður áfram af brennandi áhuga á tónlist og það eru engar helvítis auglýsingar. Þetta er stærsta og elsta „free form“ útvarpsstöð í heimi og hreinasta snilld á allan hátt. Þættir fortíðar eru þarna í haugum, það má hlusta aftur til 1995 eða eitthvað – hrein gullkista.

2015-11-13 13.14.21
Devon er með Íslandsáhuga. Hann fékk smitið á áhugaverðum stað. Hann átti heima í Kaliforníu og átti íslenskan vin í næsta húsi sem þreyttist ekki á að tala fjálglega um landið góða í norðri. Vinurinn var enginn annar en Björgólfur Thor Björgólfsson, sem þegar þarna var komið sögu var ekki orðinn athafnamaður og milljóner. Devon hefur áður verið með Ísland í brennidepli í þætti sínum, hann talaði við Jóhann Jóhannsson á dögunum og hafði áður gert þátt með íslenskri sándtrakkmúsík.

2015-11-13 12.02.44-1
En nú var sem sé komið að mér. Og ég lét gamminn geysa í klukkutíma, spilaði Ellý, Hallbjörn, Ham, Prinspóló og allt þar á milli, auk þess að röfla heil ósköp. Hér er þessi þáttur til hlustunar.

Eftir upptöku fór Devon með mig í skoðunarferð um snilldarstöðina. Hér er upptökuherbergið þar sem ýmsir listamenn og hljómsveitir hafa leikið og sungið.
2015-11-13 14.09.52

Þegar ég var þarna var bein útsending hjá Bryce. Viðkunnalegur gaur:
2015-11-13 14.14.36

Lítill tónleikastaður er á neðstu hæðinni, Monty Hall, þar sem allskonar snilld dúkkar upp. Hið heilaga gral er svo plötusafn stöðvarinnar. Það er sirka 500 fermetrar af unaði en því miður er ekki hverjum sem er hleypt þar inn, svo ég varð að láta mér nægja að slefa á rúðurnar. 
2015-11-13 14.14.54
Lengi lifi WFMU! Vinin í eyðimörk heimsku og leiðinda.

6 svör til “Hjá bestu útvarpsstöð í heimi”

 1. stefan nóvember 25, 2015 kl. 8:51 f.h. #

  geðveikt.
  wfmu er búin að bjarga vinnudeginum hjá mér seinustu 3 ár.
  hef heyrt s/h draum alveg nokkum sinnum spilað 🙂

  • drgunni nóvember 25, 2015 kl. 9:53 f.h. #

   Mín er ánægjan!

 2. Birgir nóvember 25, 2015 kl. 8:52 f.h. #

  Vá. Alla jafna þoli ég ekki plögg en TAKK !! fyrir að plögga þessari stöð og sérstaklega ‘Morricone Island’. Stórkostlegt stöff sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til á plánetunni. Nú hefur maður eitthvað af viti til að hlusta á næsta mánuðinn meðan útvarpið raðsódómíserar alla gömlu þreyttu jólaslagarana. Hafðu miklar þakkir fyrir þessa ábendingu. Þín verður minnst með þakklæti og hlýhug í næsta bænahring.

  • drgunni nóvember 25, 2015 kl. 9:52 f.h. #

   Guð sé með yður bróðir

 3. Gunnar Gunnarsson nóvember 26, 2015 kl. 12:52 f.h. #

  Ahhh skemmtileg stöð – margir skemmtilegir þættir. Irene Trudel á mánudögum hefur verið afar vingjarnleg og spilað íslenskt. Tenderfoot spilaði í beinni hjá henni 2004/5. Og svo hefur Kalli heimsótt hana eitt tvö skiptið í kjölfarið. Eðal kona. Er svo sem nokkuð viss um að fleiri íslensk bönd hafi spilað þarna líka. Kósí staður fannst þér ekki. Falleg bryggjan þarna rétt hjá. Flott útsýn yfir á Manhattan.

  • drgunni nóvember 26, 2015 kl. 3:57 f.h. #

   Það er bókstaflega allt rétt sem þú segir! Kv,. G

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: