Í heimsborginni

19 Nóv

2015-11-17 05.35.14
Skrapp til NYC og gisti sem fyrr á YMCA Westside. Ódýrasta gistingin í stórborginni og alls ekkert sjabbí. Ég myndi kannski ekki bjóða fjölskyldunni upp á þetta en ef maður er einn að flækjast er þetta ókei. Trixið er að borga aðeins meira og fá herbergi á 12. eða 13. hæð. Nóttin á 105$. Klósett með sturtu á ganginum sem maður getur læst að sér (á enn ódýrari hæðum eru sameiginleg baðherbergi). Svo er gymmið þarna legendarí stöff. Tvær sundlaugar með ýkt töff mósaík-skreitingum, gufubað og sauna þar sem maður hittir fastagesti, gamla karla sem voru kannski á beisinu in ðe old deis og maður getur röflað við þá um það. Herbergin sjálf eru hrottalega beisik. Rúmið samt fínt og loftræsting. Ekkert að þessu. 

2015-11-15 11.41.47
Ég fór í viðtal á bestu útvarpsstöð í heimi, WFMU. Þátturinn verður sendur út á mánudaginn svo ég tala um það þá.
 Ég hitti Kidda vin minn daglega. Við fórum og fengum passport handa honum hjá meistara Hlyn í íslenska konsúlatinu. Kiddi segist nú ætla að koma heim eftir 30 ára fjarveru í janúar. Sjáum til…

Við fengum okkur Sigga skyr við hvert tækifæri. Siggi er að gera það gott, skyrið hans er út um allt. Smára skyr er annað dæmi, sem fæst ekki eins víða. Ég náði ekki að smakka það, enda er það ekki til í Wholefoods. Stærðar Wholefoods búð er rétt hjá YMCA á Columbus Circle. Hvílík snilld, þetta er Melabúðin á hestasterum.


Við fórum á ágætis mynd sem heitir Entertainment. Þar er Gregg Turkington í aðalhlutverki og leikur Neil Hamburger, standuppara sem hann er búinn að vera með í mörg ár. Hæg mynd og hrikalega þunglynd, en samt fyndin í hægaganginum og þunglyndinu. Eftirminnileg.


Ef hægt er að tala um hápunkt ferðarinnar til þessarar borgar sem er einn samfelldur hápunktur mannlegrar reisnar og sturlunar, þá er það tvímælalaust ferðin á Broadway-sýninguna The Book of Mormon, eftir þá South Park bræður. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Broadway söngleik enda hefur mig aldrei langað áður. Leikhúsið, hið flotta og sögufræga Eugene O’Neill, var sneisafullt en við vorum á góðum stað til að njóta veiganna. The Book of Mormon er algjör unaður, fyndið, flott, skemmtilegt, hugvíkkandi – ekkert verið að hrauna um of yfir mormónatrú, þótt það bull sé reyndar með því vitlausasta af mörgum vitlausum trúarbrögðum. Við Kiddi vorum báðir á því að við værum alveg til í að fara á sýninguna strax daginn eftir og svo allavega 3-4 sinnum í viðbót, hvílík snilld sem þetta var.

Eitt svar til “Í heimsborginni”

  1. Jóhann nóvember 19, 2015 kl. 4:51 e.h. #

    Lék einu sinni körfubolta í þessum gamla sal YMCA . Kannski að maður skoði gistingu næst. Takk fyrir þetta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: