Rokksögulegar ljósmyndir

12 Nóv

oll_min_bestu_ar_forsida_bok_12083
Nokkuð er um nýjar íslenskar bækur fyrir músíkáhugafólk í ár. Ein þeirra er hin bráðskemmtilega ÖLL MÍN BESTU ÁR sem inniheldur ljósmyndir Kristins Benediktssonar og texta Stefáns Halldórssonar. Kristinn (1948-2012) vann á Mogganum og var sendur á vettvang þegar eitthvað var í gangi fyrir unga fólkið á velmektarárunum 1966-1979. Myndirnir (um 1000 samtals í bókinni) lýsa horfnum heimi poppara, ballspilamennsku, fegurðasamkeppna og Led Zeppelin! Stefán (1949) var poppblaðamaður Moggans á sama tíma, en textarnir í bókinni eru nýjir. Þetta er hreinlega æðisleg bók, uppfull af stemmingu og stuði og veröld sem var. Möst á hverju menningarheimili!

kvartett
Valgeir fyrir Stuðmenn.

hljomar-runni

Rúnni Júl tryllir lýðinn.

skapti72a
Söguleg mynd: Skapti Ólafs á barnaballi 1972. Einn hinna ungu gesta er átta ára Óskar Jónasson, síðar saxófónleikari Oxsmá og leikstjóri. Og talandi um: Þessa metnaðarfullu bíóstyttu sá ég í Smárabíói í gær. Grínmyndin Fyrir framan annað fólk væntanleg í febrúar 2016!
2015-11-11 21.35.39

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: