Ódi syngur nýja þjóðsönginn

1 Nóv

45-2011-A
Síðustu misseri hefur þjóðin fengið lagið Ég er kominn heim á heilann. Góð umfjöllun var um lagið fyrir nokkru hjá Bergson og Blöndal á Rás 2. Lagið var fyrst gefið út sem B-hlið á smáskífu árið 1960. Það hefur því tekið nærri því 55 ár að komast á toppinn. Það er náttúrlega söngur Óðins sem smýgur svona inn í þjóðareyrað og ekki skemmir fyrir glæsilegur texti Jóns „í bankanum“ Sigurðssonar, en textinn með sitt silfur á voga og jökla sem loga fær jafnvel hina grjóthörðustu Íslendinga til að vökna um augun.

Sjálfur var ég í þessum pakka fyrir svona 3 árum. Þá var maður syngjandi þetta hástöfum á fylliríum og finnandi frónar-fílinginn belgjast í manni. Svo var ég orðinn leiður á þessu eftir of marga fjöldasöngva og nú þegar byrjað er að baula þetta á landsleikjum er ég eiginlega alveg búinn að fá mig fullsaddann af laginu. Það getur þó vel verið að ég „fari hringinn“ og byrji aftur að baula þessa snilld tárvotur á næsta fylliríi.

Óðinn Valdimarsson, sem gekk undir gælunafninu Ódi, er kjörið efni í dramatíska sögu. Hann var á toppnum, en datt af honum. Varð gamaldags þegar bítlið skall á og átti ekki endurkomu á toppinn. Hann var líka blautur, fjórgiftur og væntanlega með jafnvel fleiri djöfla af draga en flest okkar. Vinir og ættingjar hafa verið með sjóv um feril söngvarans, „Lögin hans Óda“, en ég hef ekki séð það þótt mig langi mikið til þess. Er ekki upplagt að skella í nokkrar sýningar nú þegar Ég er kominn heim er aðallagið?

Á áttunda áratugnum reyndi Óðinn kombakk. Hljómsveitin Svanfríður lék undir hjá honum á 2ja laga plötu 1973 þar sem Óðinn samdi sjálfur hið frábæra lag, Á Akureyri. Þetta lag er í miklu uppáhaldi og ég vildi að það væri verið að baula það sí og æ, frekar en hitt. Hér er brot úr laginu í gömlum þætti Jónasar R.

Síðasta tilraun til kombakks var svo platan Blátt oní blátt, sem Tónaútgáfan á Akureyri gaf út 1978. Innihaldið á þessari einu LP plötu Óðins var erlend tökulög með íslenskum textum. Afhverju voru engin lög eftir Óðinn sjálfan? Miðað við Á Akureyri hefði hann átt að getað snarað fram fleiri lögum.

Eiríkur Jónsson tók söngvarann í gjammandi ágengt viðtal 1996, þegar söngvarinn var að verða sextugur. Óðinn lést 5 árum síðar, 2001.

2 svör to “Ódi syngur nýja þjóðsönginn”

  1. Jón Óðinn Waage nóvember 9, 2015 kl. 10:36 f.h. #

    Örlítil leiðrétting, hann var kallaður Ódi, eins og ég enda skírður í höfuðið á honum að hans beiðni. Bestu þakkir annars fyrir fína umfjöllun, veit að honum hefði þótt vænt um hana.

    • drgunni nóvember 10, 2015 kl. 3:30 f.h. #

      Ég laga þetta. Þið ættuð að taka það alvarlega að kýla aftur á sýninguna. Maður fer varla út úr húsi lengur án þess að heyra þetta blessaða lag 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: