Gubbi og skítamixið

28 Okt

11924207_916383031757994_4314085252238765505_n
Guðbergur Bergsson skrifar ekki pistil lengur án þess að hleypa öllu í bál og brand. Sá nýjasti hæðist að hispursleysi Jóns Gnarrs og Hallgríms Helgasonar í nýjustu bókum þeirra. Mest mun setningin „Þess vegna sagði kvikindi: Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“ farið fyrir brjóstið á fólki, en hér er Gubbi væntanlega að vitna í eitthvað kvikindi á kommentakerfi DV sem röflaði eitthvað um að nauðgarinn hafi verið „verulega þurfandi“ fyrst hann braut á Hallgrími.

Mér leiðist þegar fólk segir að hann eða einhver annar sé „biturt gamalmenni“. Það eru ódýr rök að segja að einhver sé „bitur“, en vissulega er Gubbi djöfull „gamalmenni“ – hann er nýorðinn 83 ára. Hann er þó ekki meira gamalmenni en það að hann skokkar eins og unglingur, flýgur flugvélum, gistir í tjaldi á Hornströndum og þeysir um á mótorhjóli. Mér skilst að gamli hafi tjúnast svona upp þegar hann eignaðist ungan vin fyrir nokkrum árum. 

Ég man ekki hvernig það byrjaði, en ég drakk Guðberg í mig þegar ég var unglingur. Smásagnasöfnin Ástir samlyndra hjóna og Leikföng leiðans og Tómas Jónsson Metsölubók eru bara hrikalega fyndið stöff sem ég hef lesið aftur og aftur og notið eins og góðann Fóstbræðra-skets. Ég var hreinlega aðdáandi og fannst spennandi að sjá kallinn á götu og síðar tala við hann, en við kynntumst smá þegar Tilraunaeldhúsið atti okkur saman til að gera söngleik sem var sýndur einu sinni í Iðnó. 

Ég er ekki eins hrifinn af nýjasta stöffinu hans og mér fannst bókin Hin eilífa þrá – lygadæmisaga (2012) einfaldlega hrútleiðinleg og frekar léleg tilraun til að vera sjokkerandi. Allt í lagi með það, allir eiga misgóða spretti. 

Fólk verður að átta sig á því að Gubbi er ALLTAF Á MÓTI. Hvort það sé biturð og öfundsýki verður fólk bara að meta sjálft. Ég held að þetta sé meðvituð ákvörðun hjá honum. Hann móðgaði alla á einhverri voða fínni bókmenntahátíð einhvern tímann og þegar Stöð 2 fékk hann til að mæra Laxness rétt eftir að Nóbelsskáldið var fallið frá fór hann bara að röfla um eitthvað ljóðskáld (Jón úr Vör?) og sagði það hafa miklu meiri áhrif á sig. Houellebecq er Guðbergur Frakklands.

Ég er að klára Útlagann hans Jóns og það er stórkostleg bók. Ég les örugglega Hallgrím líka því hann er oft alveg frábær. Og ég les örugglega næstu Gubba bók líka, og vonandi fjallar hún þá um eitthvað meira spennandi en gamalmenni að drepast á elliheimili.

Ég fór að spá í issjúið „maðurinn vs list hans“ þegar Peter Sellers myndirnar um Bleika pardusinn voru í sjónvarpinu um daginn. Öll fjölskyldan skellihló enda hafa þessar myndir elst vel og eru ennþá ógeðslega fyndnar. Samt var Sellers annálað skítmenni og hundleiðinlegur gaur. Bítlarnir eru besta band í heimi en samt var John Lennon á einhverjum tímabilum algjört fífl sem lamdi konur. Og hermdi eftir fötluðum. Og allskonar sem má ekki í dag en var allt í lagi einu sinni. Og þá fór ég enn einu sinni að hugsa um þegar ég henti Gylfa Ægissyni út af Alheims-plötunni og fékk Sóla Hólm til að herma eftir honum. Ég drullusé eftir því í dag. Ég hefði bara átt að yppa öxlum og láta slag standa. Lagið var beisiklí samið á staðnum eftir að ég sá Gylfa Ægisson og karlgreyið hafði lagt á sig leið frá Vogum til Keflavíkur til að syngja lagið og segja okkur þrælskemmtilegar grobbsögur af sjálfum sér. Nokkrum vikum síðar byrjaði hann með þetta snargalna typpasleikjó-homma-rant sitt og ég var bara eins og einhver vindhani í umræðunni og þurfti endilega að taka þessa bjánalegu ákvörðun. Sem ég drullusé eftir. Og vil biðja Gylfa Ægisson formlega afsökunar á hér og nú. Maður sem semur aðra eins snilld og þessa á betra skilið.

Allir eru bæði góðir og vondir í eimhvers konar skítamixi lífsins. En maður er dæmdur eftir því versta sem maður gerir. 

3 svör to “Gubbi og skítamixið”

 1. Kristján Valur október 28, 2015 kl. 8:53 f.h. #

  Fólk mætti almennt yppa öxlum meira.

 2. Bonaparte október 28, 2015 kl. 9:17 f.h. #

  Þú segir það sem segja þurfti.

 3. Guðmundur Helgason október 28, 2015 kl. 9:16 e.h. #

  „karlgreyið hafði lagt á sig leið frá Vogum til Keflavíkur til að syngja lagið“
  Slíkar svaðilfarir eru ekki á allra færi, enda Gylfi annálað hreystimenni 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: