Freymóður segir Bjögga pissa eins og hund!

22 Okt

Á sunnudaginn sýnir RÚV fimmta þáttinn af Popp og Rokksögu Íslands – „Meikdraumar borgarbarna“. Nú þuklum við enn meira á hipparokkinu og siglum svo poppseglum þöndum inn í seventísið, þegar íslenskir popparar ætluðu að meikaða í massavís á útvíðum buxum. Þetta er síðasta þáttinn í bili, við höldum áfram í vor (mars líklega) og förum þá til vorra tíma.

Allskonar aukaefni verður á vegi manns við vinnslu svona þátta. Maður fær ábendingar um hitt og þetta og það hleðst á mann spekin. Þessi ár sem næsti þáttur fjallar um, sirka 1970-75, eru mjög hressandi. Poppið var að slíta barnsskónum og komið á platformskó.

freysi
Í dag eru gamlir menn löngu hættir að röfla út í popp (nema þegar einhver segir kannski fokk of oft á Arnarhóli), en þarna örlí seventís þótti eldri mönnum þessir síðhærðu frummenn algjört tros og siðspilling og hreinasti viðbjóður. Maður er nefndur Freymóður Jóhannsson (1895-1973). Hann notaði listamannsnafnið Tólfti september, var víðkunnur bindindisfrömuður, fínasti málari, og stóð fyrir Danslagakeppni SKT („SkemmtiKlúbbur Templara). Úr þeirri keppni komu nokkur sígild dægurlög á 6. áratugnum.

Freymóður var ekki í tenglum við nýmóðins rokk 1971. Þá skrifar hann kjarnyrt rant í Velvakanda Moggans. Hann er að heilgrilla tvo sjónvarpsþætti. Sá fyrri er með hljómsveitin Ævintýri með Björgvin Halldórs í framlínunni (hinn frægi „Bjöggi og beinið“ þáttur), en sá seinni er með hljómsveitinni Gaddavír. Í Gaddavír var m.a. Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari. Gaddavír (eitt mest töff hljómsveitarnafn Íslandssögunnar) spilaði frumsamið „gaddavírsrokk“ en kom því miður ekki frá sér plötu svo arfleið þeirra í poppsögunni er minni en þeir eiga skilið.

Allavega: Freymóður er brjálaður og greinin er æðisleg; myndræn og tryllt. Um Björgvin segir hann til dæmis: Söngvarinn á víst að vera karlmaður, en meirihluti útgáfunnar virðist tilheyra öðru kyni. Augu söngvarans lýsa, annað veifið, eins og smá týrur inni í myrkviði hárlubbans. Loks verður neðrihluti andlitsins að furðulegu gímaldi, er á að minna á munn og kok. Við og við lyftist annað lærið, eins og þúfa væri rétt við hliðina, eða húshorn, og viss náttúra væri að segja tíl sín.

Um frammistöðu Gaddavírs segir Freysi, eins og ég kýs að kalla hann, meðal annars: „Öskrandi söngvari! rís upp úr iðandi kös sefasjúkra og tekina andlitasvipa, er kinka kolli í dottandi samþykki og sælu.“

Hér er greinin hans Freysa. Algjörlega hilaríös meistaraverk!
freymodurumpop
(Smellið á myndina til að stækkana)

2 svör to “Freymóður segir Bjögga pissa eins og hund!”

 1. Ingi Gunnar jóhannsson október 22, 2015 kl. 10:57 f.h. #

  Sæll Gunni,
  frábærir þættir hjá þér, ekkert minna.
  En eina spurningu hef ég eftir það sem búið er: Er hægt að fullyrða með einhverri vissu hvaða lag, útgefið á hljómplötu, var fyrsta íslenska dægurlagið?
  Semsagt, fyrsta melódía samin af íslendingi sem telja má dægurlag? Allt draslið í denn var jú meira og minna bara íslenskir textar við erlendar melódíur.
  Var þetta Bláu augun þín eða Fyrsta kossinn? Eða var einhver annar á undan Gunna? Kannski Ingibjörg Þorbergs?

  • drgunni október 23, 2015 kl. 9:43 f.h. #

   Spurning hvað maður kallar dægurlag? Ég vil meina að Litla fluga Sigfúsar Halldórssonar hafi verið fyrsta lagið, kom út 1952.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: