Aftur og aftur til framtíðar

21 Okt

Aftur til framtíðar – Back to The Future – var og er æðisleg mynd. Hún hafði mikil áhrif á mig. Eða allavega það mikil áhrif að ég skrifaði nóvellu, sem getur varla talist annað en nokkuð mikið rippoff. Í dag er framtíðar-dagsetningin sem Dokksi sló inn í annarri myndinni Back to The Future II, 21. október 2015. Því er fagnað um allan heim, m.a. í Bíó paradís og á Rúv, sem sýnir Back to The Future II kl. 14 og aftur seint í kvöld. Önnur myndin var líka frambær, en sú þriðja var lang lélegust og útkynnt efni.

funny_memes_bernie_sanders_donald_trump_back_to_the_future-612678
Ótal greinar (eins og þessi) hafa birst um daginn og svona myndir eins og þessi að ofan, sem sýnir hversu sannspáir höfundar myndarinnar voru. Forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders er Dokksi en górillan Donald Trump er górillan Biff.

Ég fór til Lyon í Frakklandi um haustið 1986 og ætlaði að skrifa snilld og læra frönsku. Ég var með ritvél með mér, dálítið framúrstefnulegt tæki sem hálfpartinn saumaði stafina í blöðin. Maður gat meira að segja skipt yfir í rautt, blátt og grænt letur ef maður var í stuði. Ég varð þó fljótlega viðþolslaus af gítarleysi, keypti mér það ódýrasta sem ég fann; gítar af tegundinni Calif, sem ég finn ekkert um á netinu, sama hvað ég googla. Fínn gítar samt, ég samdi flest á hann í marga áratugi. Þessi Calif gítar dvelur nú á dvalaheimili aldraðra gítara í Hornbjargsvita.

Nóvellan sem ég skrifaði, TUTTUGU ÁRUM OF SEINN Í BÍÓ, segir frá Héðni Jónassyni, 19 ára búsettum á Selfossi, sem ætlaði að hitta vini sína í Reykjavík í september 1966. Saman ætluðu þeir í bíó, á Bítlamyndina HELP! Hann keyrir í bæinn á Moskvítsnum sínum. Á Hellisheiði verða yfirskilvitlegir atburðir sem verða til þess að Héðinn færist 20 ár fram í tíðinni, til 1986. Æasast þá leikar…

Ég gerði lítið með handritið. Fór reyndar með það og sýndi ritstjóra einhvers hipp og kúl unglingablaðs sem var í gangi þarna 1987 þegar ég kom heim. Sá fyrir mér að sagan gæti verið framhaldssaga þar. Ritstjórinn glotti nú bara og hafði aldrei samband, svo líklega hef ég misst kjarkinn og einbeytt mér að rokkinu. Maður ætti kannski að lesa þetta handrit aftur í dag til að gá hvort það sé hægt að gera eitthvað við þetta.

Auglýsingar

6 svör to “Aftur og aftur til framtíðar”

 1. Bonaparte október 21, 2015 kl. 9:19 f.h. #

  Mér finnst að hún eigi bara að vera framhaldssaga hér. Viltu ekki bara birta fyrstu línurnar núna? Núna er allavega rétti dagurinn til þess.

  • drgunni október 21, 2015 kl. 11:05 f.h. #

   Ha ha, nei ég held að þetta eldist nú ekki mjög vel 🙂

 2. Gisli Gislason október 22, 2015 kl. 11:19 f.h. #

  Er eitthvað merkilegt að sjá i Lyon? Fyrir utan La Maison des Canuts og Institut Lumiére?

  • drgunni október 22, 2015 kl. 12:39 e.h. #

   Veit það nú varla. Var þarna síðast 1986!

 3. Gisli Gislason október 22, 2015 kl. 1:36 e.h. #

  Í hvaða arrondissement leigðir þú? Verð þarna í næstu viku: Hver veit! Kannski stendur hjallurinn þarna enn?

  • drgunni október 22, 2015 kl. 9:16 e.h. #

   Þetta var fínasta hús í miðbænum. Man ekki addressuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: