Þetta skaltu sjá á Airwaves

20 Okt

Þá eru tvær vikur í Iceland Airwaves – sturluðustu tónlistarveislu ársins. Að vanda er svo mikið að gerast að maður fær góðkynja valkvíða í bæði hnén. Til að létta undir og smyrja græðandi smyrsli á hné yðar kemur hér 10 atriða listi – Airwaves dótið sem þú ættir ekki að missa af í ár.


ARIEL PINK – Þessi er nú alveg frábær og líklega sá tónlistarmaður sem ég hef verið spenntastur fyrir á sl. 4 árum eða svo. Flippaður Kani sem var búinn að hamast lengi lo fi áður en hann vakti almennilega athygli 2010 með plötunni Before Today. Síðan kom Mature Themes 2012 sem er æðisleg og í fyrra kom pom pom, sem ég útnefndi bestu erlendu plötu ársins það ár (og sé ekki eftir því). Í sumar sá ég Kvelertak og nú (ef Spaghetti skrýmslið lofar) mun ég sjá Ariel Pink. Hvílíkt forréttindapakk sem maður er!


MERCURY REV – Gamlir amerískir gæðarokkarar, náskyldir The Flaming Lips. Þeir hafa spilað hér áður; voru eins og álfar út úr rassgati þegar þeir léku í 10 ára afmælisveislu FM957 1999 (!!!). Hæst finnst mér bandið ná á plötunni Deserter’s Song (1999), en þessar fyrstu Yourself is Stream og Bocus eru líka frábærar. Nýjasta platan heitir The Light in You og sýnir sannarlega að enn gutlar á hænunni. 


BC CAMPLIGHT – Amerískur poppari með þrjár plötur só far. Sú nýjasta er suddalega góð poppplata, allt vaðandi í smellum og klárlega plata sem endar á mínum topp 10 lista fyrir 2015.


MITSKI – Ein á bullandi uppleið með fyrstu plötuna sína. Söngkonan Mitski er aðalið í Mitski. Góðir textar, gott stöff.


THE POP GROUP – Gamlir í hettunni þessir. Maður var alveg að fíla þá örlí 80s, en þeir voru þó alltaf rosalega sérstakir og ögrandi – maður var lengi á báðum áttum. Eru frá Bristol og því forsögulegar fyrirmyndir tripphoppsins. Snéru svo aftur nýlega með nýja plötu sem er alveg ok.


SLEAFORD MODS – kokhraustir slummbretar, einn á bít, hinn á kjaft. Skáld og bít. Djass og fokk. 


BEACH HOUSE – Þessir amerísku mjúkpopparar snúa aftur á Airwaves með nýja plötu í flesknesinu.


BO NINGEN – Eðal sækó skröltormarokk frá Japan. Þrjár stórar komnar út síðan 2010.


HO99O9 – Þungt og myrkt hipphopp/pönk frá New Jersey. Ein EP komin út.


THE OBGMS – Drulluþétt og skemmtilegt pönkband frá Toronto. Fyrsta platan kom út í fyrra.

Þessu til viðbótar er svo hellingur af öðrum góðum erlendum atriðum. Og svo öll íslensku atriðin, hvert öðru betra. Hvílík veisla! (Iceland Airwaves fitubrennsla mixið er hér).

2 svör to “Þetta skaltu sjá á Airwaves”

  1. Gauti október 20, 2015 kl. 3:11 e.h. #

    Ariel Pink er hápunkturinn án vafa. Síðan má ekki gleyma Battles. Það eru ekki öll bönd sem hafa John Stanier í að lemja húðir.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Besta íslenska dótið á Airwaves | DR. GUNNI - október 31, 2015

    […] okkur. Og gleðin er í næstu viku – hvílík spenna og tilhlökkun. Ég hef áður talið upp 10 mest spennandi erlendu atriðin og nú er það listi yfir tíu mest spennandi íslensku atriðin (ath: Listinn er alls ekki […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: