Kassettan lifir í dag!

17 Okt

urban-cassettes
Við lifum undarlega tíma í músíkbransanum í dag. Undarlegheitin snúa að vandræðagangi hvað varðar FORMAT. Á hvaða formati á að gefa út? Fram að stafrænu byltingunni var þetta einfalt. Nótnablöð, vaxhólkar, 78 snúninga plötur, 45 og 33 sn plötur og loks CD voru formötin. Í bland ýmislegt annað, þar á meðal kassettan. Kostur kassettunar var að hvaða smá-poppari sem var gat komið sér á framfæri með því að gefa út kassettu. Það var viðráðanlegt dæmi. Að gefa út á vinýl kostaði miklu miklu meira. Kassettan var forveri stafrænna útgáfna dagsins í dag, einskonar bandcamp fortíðar. 

En allt gengur endalaust í hringi og nú þykir kassettan bæði hipp og kúl. Til merkis um það hefur gervi-hipstera fata og smávörukeðjan Urban Outfitters byrjað að selja kassettur, en þeir stóðu áður framanlega í vinýlsölu.

Í dag er alþjóðlega kassettu-dagurinn. Ekki veit ég til að sérstakar íslenskar kassettur komi út að þessu tilefni en haugur af kassettum er gefinn út í dag vegna þessa dags. Sjá nánar hér.

Ég gerði útvarpsþátt á Rás 2 fyrir nokkrum árum um íslenskar kassettuútgáfur. Alla fjóra þættina má hlusta á hér.
12109008_894002367302724_6634476733907621002_n

Eitt svar to “Kassettan lifir í dag!”

  1. Gestur B. október 20, 2015 kl. 12:02 f.h. #

    Frábærir Snældu þættirnir 🙂 Takk !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: