Næst: Við viljum algjört frelsi

15 Okt

Á sunnudaginn höldum við áfram að rekja okkur áfram í POPPINU og ROKKINU. 

Fjórði þáttur – Við viljum algjört frelsi!
Hljómar komu tvíefldir til baka og gáfu út fyrstu íslensku popp LP-plötuna 1967. Önnur plata kom árið eftir en svo varð kollsteypa og Trúbrot varð til upp úr tveimur hljómsveitum, Flowers og Hljómum. Alþjóðleg tónlistarþróun á 7. áratugnum var ævintýralega hröð og endurspeglaðist í miklum breytingum á stíl, útliti, hugmyndum og áherslum. Á Íslandi var það sama upp á teningnum, hárið lengdist, skeggið síkkaði, buxurnar urðu útvíðari og hugvíkkandi efnin fjölbreyttari. Í hipparokkinu var Trúbrot í fararbroddi en Óðmenn, Náttúra, Mánar og fleiri hljómsveitum tóku virkan þátt í fjörinu, sem náði hámarki þegar Led Zeppelin spiluðu í Höllinni 1970.

Á þessum tíma gerðist það í fyrsta skipti að dægurtónlist tók að skiptast upp í létta og þunga deild, eða það sem tónlistarmennirnir kölluðu „commercial“ og „progressive“ – „tyggjókúlumúsík“ og „þungt og þróað“. Björgvin Halldórsson varð stórstjarna hjá ungu krökkunum með hljómsveitinni Ævintýri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: