Allir komnir út úr skápnum

15 Okt

Ég er ekki frá því að stemmningin sé alltaf að skána. Svona almenn stemmning „í þjóðfélaginu“. Ég er náttúrlega orðinn svo hundgamall að ég man „tímana tvenna“, jafnvel þrenna.

Einu sinni var svo mikið pukur og leyndó með allt. Í fyrsta lagi þurfti maður að vera í öðru hvoru liðinu, kapítalisti eða kommi, og það var ótrúlega miklu púðri eytt í að rífast um það og meðfylgjandi paranoiju. Nú er eiginlega bara kapítalismi eða ekkert. Og engin lið.

Svo mátti ekki tala um neitt og allt var pukur og leyndó. Samkynhneigð var kynvilla eða sódó og maður var algjörlega tómur fyrir þessu. Maður vissi eiginlega ekki að hommar væru til fyrr en svona 90 og eitthvað. Ég var allavega ótrúlega lengi að fatta að hinn eða þessi væri hommi. Til dæmis leikstjórinn John Waters. Aldrei var maður að spá í hommúnisma hans. Og þegar maður kynntist Páli Óskari í Aðalvideóleigunni hugsaði maður: Ætli þessi myndarlegi strákur eigi ekki alveg svaka myndarlega kærustu? Svo komu allir út úr skápnum sem það vildu og bara ekkert mál. Engin ástæða til að hanga í skáp í andlegri kryppu.

Myllumerkið #égerekkitabú er hressandi. Þátttakan segir okkur að við erum „öll“ í sama pakkanum, öll jafn rugluð og ófullkomin. Engin ástæða til að pukrast með þetta. Í gamla daga gat pukrið af sér ógeðslega hluti: hræðilega meðferð á veikyu fólki, barnanauðgandi presta, barnanauðgandi meðferðarhæli, „ástandið“ – allskonar hörmungar af því allt var svo mikið leyndó og pukur – allir í andlegri kreppu með erfiðleikana inn í sér.

En nú er öldin önnur. Ég er að fíla það.

3 svör to “Allir komnir út úr skápnum”

 1. Skápaeftirlitið október 15, 2015 kl. 7:47 f.h. #

  http://landogsaga.is/section.php?id=11155&id_art=11124

 2. Bonaparte október 15, 2015 kl. 9:09 f.h. #

  Skil hvað þú meinar. En svo er líka hægt að keyra út af hinum megin og telja sér ógnað með ,,vopni“ af því einhver teiknaði typpi á pósthólfið manns. Teiknuð mynd af typpi er semsagt hætt að vera klúr og farin að hóta ofbeldi í staðinn.

  • drgunni október 15, 2015 kl. 9:22 f.h. #

   Ha ha, einmitt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: