Er Arnþrúður fyllibytta?

10 Okt

Voðalega er fólk alltaf viðkvæmt fyrir öllu, nú síðast yfir könnunum Útvarps Sögu. Ég hef allavega þrisvar farið í viðtal á Sögu, tvisvar hjá Arnþrúði minnir mig, og það var bara fínt. Ljúfar veitingar, gott spjall, reykt inni og svona – besta stöðin heim að sækja! Það er algjört ofmat að Útvarp Saga fjölgi vitleysingum í þjóðfélaginu, ekki frekar en áratugalöng starfssemi Ómega hefur fjölgað trúarnötturum, eða allar þessar kristilegu útvarpsstöðvar. Vitleysingar eru og verða vitleysingar, en tiltölulega snjallt fólk verður ekki allt í einu vitleysingur eða trúarnöttari þótt þvaður og vitleysa sé borin á borð á einhverjum stöðvum (nú er ég alls ekki að segja að á Útvarpi Sögu sé eintóm vitleysa frekar en á öðrum stöðvum. Ég hlusta oft á Útvarp Sögu og líka á allar hinar stöðvarnar (nema þessar kristilegu, ég meika þær ekki) Þetta er allt fínt í bland).

En allavega. Það getur náttúrlega hver sem er gert einhverja bjánalega könnun og fengið allskonar vitleysu út úr því. Hér er tildæmis ein sem stendur fram á mánudag og er innblásinn af þessari frétt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: