Takk fyrir mig!

8 Okt

Þá er þetta fimmtugskjaftæði á enda, sem er fínt. Ég er ekkert mikið fyrir svona jarm um sjálfan mig. Þetta var ansi yfirgengilegt og eins og ég væri dauður. Allir svona ægilega ánægðir með mig. Takk fyrir það kæru vinir! Allar kveðjurnar, gjafirnar, greinarnar, símtölin, ættartréð í Mogganum og skeyti frá Jóni frænda sem barst kl. 21 þegar ég var að koma heim með fjölskyldunni eftir heimsreisu (á Fiskfélaginu). Þetta var ægilega gaman. Endurtökum þetta svo þegar ég verð 100.

tattoois2
Dagurinn byrjaði á því að meistari Fjölnir setti á mig tattú-ís, sem krakkarnir höfðu hannað. Ég hef verið efins með það hvort ég ætti að fá mér tattú en þegar ég náði þessum geigvænlega þroska sem fylgir háöldruninni varð mér snögglega skítsama um flest og keppist nú við að tileinka mér fokk-it hugsunarháttinn. Tattú til að frá, só vott? Þetta var dáldið vont, en vandist, og ætli ég fái mér ekki fleiri bráðlega.

12036514_10153009056441783_3160191415297106357_n
Videósílin og Dr.Gunni og Elítan spiluðu í Lucky, einskonar útgáfutónleikar „slass“ afmæli. Það var góð- og fjölmennt og voða gaman.

Nú er það bara meira stuð.

Eitt svar to “Takk fyrir mig!”

  1. Frambyggður október 8, 2015 kl. 11:41 e.h. #

    Hljómsveitir þéttar. Ég þakka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: