Er eitthvað að frétta af mér?

16 Sep

Er eitthvað að frétta af mér? spurði Jóhannes grínari þegar hann hitti menn. Leiðinlegt að Jóhannes missti af Facebook.

Það sem er helst að frétta af mér, (mér sem sagt, ekki Jóhannesi, hann er látinn), er að ég ætla að gefa út plötu á afmælisdaginn minn, 7. október. Platan verður gefin út í aðeins 50 tölusettum og árituðum eint0kum og verður tíu tommu hljómplata með 10 lögum og gestum á borð við Siggu Beinteins, Shady Owens og Steinunni Dj. Flugvél! 

Svo á loksins að fara að sýna á RÚV heimildarþættina Popp og rokksaga Íslands. Fyrsti þáttur á sunnudagskvöldið 27. september!

Hér er ég í viðtali við Albúmm að ræða þessi mál, en svo á ég náttúrlega eftir að plögga þetta vilt og galið hér á blogginu.

3 svör til “Er eitthvað að frétta af mér?”

 1. Sigurður Á. Friðþjófsson september 16, 2015 kl. 1:04 e.h. #

  Ef þú átt við Jóhannes Kristjánsson þá er hann sprelllifandi og aktívur á Facebook.

  • drgunni september 16, 2015 kl. 2:32 e.h. #

   Nei ég er ekki að tala um Jóhannes eftirhermu heldur þennan: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2954364

   • Sigurður Á. Friðþjófsson september 16, 2015 kl. 4:26 e.h. #

    Biðst forláts á frumhlaupi mínu. Las vitalið við þig á Albúmm áðan og hlakka til að sjá sjónvarpsþættina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: