Stórgóður sirkus, rigning og kandíflos

14 Ágú

2015-08-13 16.44.21
Á Klabratúni er komið sirkustjald þar sem Sirkus Ísland sýnir þrjár tegundir af sýningum: S.I.R.K.U.S. fyrir yngstu kynslóðina, Skinnsemi fyrir fullorðna (sexý tæm) og Heima er best, sem er fyrir „alla fjölskylduna“. Við krakkarnir fórum á það í gær (MIÐASALAN ER HÉR) og komu allir út með sólskinsbros og gleði í hjarta.

2015-08-13 18.38.20
Úti var ekta íslenskur dapurleiki, grenjandi rigning og grámygla, en inni ylur og hin lokkandi ilmur sem myndast þegar lykt af poppkorni og kandíflos rennur saman. Tveir trúðar hituðu salinn upp með sprelli í sal, en svo kom sirkússtjórinn Margrét Maack og setti dæmið í gang. Í starfsliðinu eru tuttugu ofurmenni (segi ég sem gæti ekki farið í kollhnís nema hryggbrjóta mig) sem sýndu nú atriði í 2 tíma (með 15 mín hléi). Íslenskir poppslagarar keyrðu undir sjóinu, öllu var tjaldað til og það tókst svona líka frábærlega upp. Áhorfendur göptu með undrun og áhuga og löptu upp sirkusævintýrið. Dabba fannst trúðarnir bestir, Elísabetu fannst allt best. Sjálfur þarf ég ekkert endilega að fá kvíðakast ef börnin segja í framtíðinni; Pabbi, ég er búinn að skrá mig í trúðaskóla í Danmörku.

2015-08-13 17.28.27
Allir í sirkus! Takmarkaður sýningarfjöldi!!! (MIÐASALAN ER HÉR)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: