Ónýtir staðir vegna túristaplágu

13 Júl

Túristminn er sveitt dæmi. Hvar á allt þetta fólk að kúka? Á það að kúka í garðinum þínum? Nú er svo komið að túristamagnið hefur „eyðilegt“ nokkra staði fyrir heimamönnum. Það er líklega allt í lagi og bara fórnarkostnaður fyrir hagvöxt. Ef maður nennir ekki að taka þátt í að pimpa landinu í gin gapandi ferðamanna hefur maður ekkert að gera

* Í Bláa lónið – Fáránlegt okur í sjúskaðan drullupoll
* að Gullfossi og Geysi – eins og að vaða hráka
* á Þingvelli – fjallkonan vafin í blautan klósettpappír
* í Jökulsárlón – klaki í flugnageri

Nú vil ég ekki hljóma eins og að ég hafi einhvern meiri rétt á að spóka mig á þessum stöðum en hver sem er, en maður bara nennir þessu ekki ef það er allt að drukkna í blautum klósettpappír, reykspúandi rútum og gapandi túristum.  Það verður bara að hafa það. Allir að græða (megnið á svörtu) og uppgrip. Maður verður að spila með.

Það verður erfiðara um vik á sífellt fleiri stöðum. Til dæmis var hvergi hægt að fá mat á Höfn því túristar stóðu allstaðar í röðum og borð var laust eftir í mesta lagi 90 mín. Þetta var á þriðjudegi. Við hefðum getað sagt okkur að eitthvað væri að þegar það var fullt af lausu á stað sem heitir Nýhöfn. Hann lúkkar vel en maturinn var algjört okur og rugl. Sex grillaðir humar-bitar með 2 litlum brauðsneiðum og litlu salati á 5900 kall. Við Gummi erum enn í sjokki yfir þessu og beisíklí getur Höfn hoppað upp í humarinn á sér. Ónýtur staður.

Ef Nýhöfn var botninn var Skriðuklaustur toppurinn. Fallegur staður og sligað hádegishlaðborð á 2900 kr. Þarna fékk ég tvær bestu súpur í heimi, lerkisveppasúpu og hvannasúpu. Ekki ónýtur staður!

Ég sá ekkert hreindýr. Eru túristarnir búnir að skemma það líka?

5 svör to “Ónýtir staðir vegna túristaplágu”

 1. HH júlí 13, 2015 kl. 11:19 f.h. #

  Átti leið um þjóðveg 1 á Suðurlandi um helgina. Það var Villa Vesturs ástand á bensínstöð á Hvolsvelli. Þar var hópur jeppatúrista, virtust þjóðverjar, allir á eins dísel hlunkum. Litu út eins og teymi á leið að taka upp auglýsingar fyrir Range Rover. Þeir byrjuðu á að tæma tvær dælur af olíu, þeim sem á eftir komu til mikils ama. Þar á eftir sögðu þeir minni félögum sínum sem ekki áttu jafn stóra jeppa að draga bara dæluslöngurnar á næstu dælum til að bjarga sér. Þar ruddist einn þjóðverjinn framfyrir íslendinga sem lögðu samviskusamlega bílum sínum upp við þær dælur sem enn höfðu 95 oktan. Að þessu loknu lögðu þeir jeppunum sínum saman í hóp á miðju bílaplaninu. En starfsfólk Olís þorði auðvitað ekkert að gera fyrr en þess var sérstaklega óskað af íslenskum viðskiptavinum. Því hér var jú um að ræða þýska túrista, á dýrum bílum á evrópskum númeraplötum og með mikilvægan gjaldeyri í farteskinu. Margir þjónustu og útsýnisstaðir við þjóðveg 1, manngerðir og náttúrulegir, eru villta vestrið í sumar.

  • DG júlí 14, 2015 kl. 11:56 f.h. #

   Olís er ekki með bensínstöð á Hvolsvelli

 2. Jóhann júlí 14, 2015 kl. 10:52 f.h. #

  Bláa Lónið rakar inn milljónum hvern einasta dag og borgar ekki virðisaukaskatt.

  Ljómandi.

 3. Hörður Þór Karlsson júlí 19, 2015 kl. 8:16 f.h. #

  Af hverju borgar Bláa Lónið ekki VSK?

 4. Hörður Björgvinsson júlí 24, 2015 kl. 1:12 f.h. #

  Í dag fórum við hjónin í bíltúr um suðurlandið. Austur að Skógum og til baka, með allskyns skemmtilegum útúrdúrum, þannig að túrinn varð alls 420 km. Tilefnið er afmælið mitt (69). Við urðum ekki vör við átroðning ferðamanna, utan þess að aðeins var fært gangandi að Seljalandsfossi. Við höfum strengt þess heit að forðast bensínsjoppur, og það gefur góða raun. Hádegismatur: rjómaís á Selfossi (Huppu ís), gott kaffi og rjómavöfflur í Kaffi Langbrók, og kvöldmatur í Gamla fjósinu undir Eyjaflöllum. Endað heima undir miðnætti, og eitt viskíglas.
  Það getur ekki orðið betra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: